3.10.2007 | 10:08
Fagna ber.....
.....hverjum þeim árangri sem að maður nær. Ég held að KR-ingum hefði verið alveg óhætt að fagna því að halda sér í deildinni því sætið sem þeir náðu í síðustu umferðinni er hæsta staða sem liðið náði í sumar, ef að ég man rétt. Það hlýtur að mega fagna því úr því sem komið var. Hvað gerðist í Frostaskjólinu veit ég ekki. Menn þreyttir á þjálfaranum? Leiðinlegar og niðurdrepandi æfingar? voru menn of þjálfaðir? Lélegur mórall? Lítill áhugi leikmanna fyrir verkinu? Menn þreyttir á yfirbyggingunni, stjórn og öðru? Koma menn of sigurvissir til leiks? Er orðið svona þægilegt að fá hellingspening fyrir að spilaTöldu leikmenn sig betri en þeir voru í raun og veru. - Nú þurfa menn náttúrulega að setjast yfir hlutina og skoða öll atriði frá A til Ö.. KR er kannski ekki mitt sérsvið en ég hlakka til að sjá lausnirnar.
Verður gaman að sjá hræringarnar á knattspyrnusviðinu í vetur - Hreinsa KR-ingar til hjá sér? Hvað gera FH-ingar já og Víkingar er eitthvað til í því að Atli Eðvalds sé að taka við Víkingum?
Hvað er að hjá KR? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyrðu þú eyjajarl. Hvað er að frétta af þínu stórkastlega Eyjaliði? væri ekki betra fyrir þig að fjalla um það þú hlýtur að vera sérfræðingu þar. Ekki vera með áhyggjur af okkur KR ingum við klárum málin sjálfir eins og ætíð. Og ps. þið megið gjarna fá þessa eyjapeyja Spjaldólf og Atla aftur hið fyrsta frá okkur KR ingum. Við vorum heppnir að þeir voru bara 2 en ekki 3.
Kveðja,
Palo.
Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:19
Pirringurinn nær alla leið
Jónas Hreinsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:26
Kæri Palo
Hvert á ég að senda vasaklútana?
Hef akkúrat engar áhyggjur af KR velti því bara fyrir mér hvort menn telji um 100 milljónum hafa verið vel varið í sumar? - Það hljóta fleiri en þjálfarinn að þurfa að taka pokann? Það veit ég vel að þið leysið ykkar mál og það vonandi með sóma.
Ég þekki nokkuð vel til hjá mínu liði og þegar að Mogginn skrifar grein um hvað er að hjá ÍBV skal ég blogga m það - hið minnsta mál.
Gísli Foster Hjartarson, 3.10.2007 kl. 11:11
Haha, mikið eru greyin í vesturbænum pirraðir, farnir að ráðast á aðra, sem enn vilja spekúlera í fótboltanum á íslandi.
Eyjamenn eru nú að byggja upp framtíðarlið, ekki með að kaupa einhver nöfn, heldur með því að byggja á góðum móral og samkennd gagnvart liðinu og sögu þess.
ÁFRAM ÍBV
Rúnar Ingi Guðjónsson, 3.10.2007 kl. 11:16
Það gleður móðurhjartað eða hitt þó heldur að fá svona pillur um soninn og Bjarnólf í Krliðinu. Það vildi ég svo innilega að þeir væru á heimaslóðum heldur en í vesturbænum,það er greinilegt að sumir fá ekki einu sinni tækifæri til að sýna í hvað þeim býr .Hitt er þó annað má kæri Páll ef þú skyldirekki vita það að þá eru þeir ánægðir í KR og þar á bæ eru menn að koma heiðarlega fram við þá.Svo held ég að það væri vert að velta upp þeirri spurningu hvað sé að hjá FH,Fram og fleiri liðum?Það er víða pottur brotinn.Ég get ekki séð t.d. að hér í Eyjum sé eitthvað frekar verið að byggja upp á Eyjamönnum. Það eru 2 menn frá Uganda,2 frá Bretlandi,1 Dani,1Bandaríkjamaður,1 frá Fylki,1 frá Selfossi,1 frá Aftureldingu.Rosaleg uppbygging.
RagnaB (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 12:10
Þetta voru nú ekki fallegar sneiðar á Atla og Bjarnólf en það er bara svona þegar menn halda að Eyjahjartað sé útflutningsvara í Vesturbæinn.
Varðandi uppbygginguna í Eyjum að þá fer sú uppbygging tæpast fram í sjálfum meistaraflokki svo ég segi nú við þá sem fengu ekki nægilega marga leiki í sumar að herða upp hugann og láta ekki deigan síga. Ef þetta eru karakterarnir sem ÍBV-liðið þarfnast, munu þeir ekki gefast upp og brjótast í liðið fyrr en síðar.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:07
Þótt sum lið fagni 8. sæti gerum við það ekki við KR-ingar skelfilegt sumar að baki nema hjá stelpunum. Annars er rétt sem Páll segir þú ættir að hugsa meira um þitt lið en KR því þú ert búinn að komenta á nær allar fréttir sem hafa birst um KR
KR-ingur (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.