Dómara hænan reytt

Hver fjöðrin á fætur annarri er nú tekin af dómarahænunni, Gylfi Orra í gær Egill Már í dag, hvaða fjöður verður fjarlægð næst? Ég set nú lítið sett út á Egil Má þó svo að maður hafi nú ekki alltaf verið sammála honum þegar hann blés í flautu og veifaði spjöldum, veit ekki um neinn dómara sem að maður hefur alltaf verið sáttur við. En ólíkt Gylfa þá man ég ekki eftir neinu sérstöku atviki þar sem að hann reitti mig sérstaklega til reiði. En honum eins og Gylfa Orra þakka ég fyrir vel unnið og fórnfúst starf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi.  Það kemur sér að það eru margar fjaðrir á dómarahænunni, en ég verð þó að segja að skrautfjöðrunum hefur fækkað ört, en kannski að þær vaxi aftur - vona það svo sannarlega.
mbl.is Egill Már dæmir bikarúrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú stundum frekar langrækinn í þessum efnum og man vel eftir því þegar Gylfi Orra dæmdi vítaspyrnu á ÍBV í bikarúrslitaleiknum 1996 gegn ÍA þar sem Frikki Sæ var dæmdur brotlegur.  Þarna gerði dómarinn afdrifarík mistök og benti á flagg línuvarðarins til að bjarga andlitinu og það vill nú svo skemmtilega til að línuvörðurinn, sorry aðsoðardómari 2, var Egill Már Markússon.  Megi flauta þeirra og flagg hvíla í friði fyrir mér.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Mundi þetta ekki og mun því kenna Gylfa um þetta atvik en hlífa Agli Má - nema að hann gefi mér tækifæri á öðru.  En ljóst er að þessi dómur var mistök.

Gísli Foster Hjartarson, 3.10.2007 kl. 14:49

3 identicon

Þú verður að athuga það Gilli minn að Gylfi Orra gerði mistök með því að dæma brot og Egill Már gerði þau mistök að segja að meint brot hefði verið inni í teig.  En báðir höfðu rangt fyrir sér.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:21

4 Smámynd: Einar Ben

Fátt hefur verri áhrif á mannskepnuna en djúpstæð gremja.....

Mistök ekki mistök vítið var dæmt og  samkvæmt minni kenningu þá hlýtur það að hafa verið víti.... og  "betra" liðið vann......

Ég verð að segja að ég mun ekki sakna þess að hafa flugumferðarstjórann á flautunni, reyndar hef ég saknað Gylfa Orra í sumar, þar sem hann er amk. 3 klössum ofar en restin af þeim kálfum sem voru að dæma í efstu deild í vor.

Þar á enginn skilið að vera valinn besti dómarinn, frekar ætti að gefa þeim nafnbótina "minnst lélegasti dómarinn".

Kveðja út á skrýplaskerið góða....

Einar Ben, 3.10.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Eftirsjá í þeim félögum þrátt fyrir mistökin alræmdu í bikarúrslitaleiknum um árið. Var svo ekki Egill Már að dæma þegar við töpuðum titlinum á heimavelli gegn ÍA árið 2002 ? Þá voru nú ekki allir alveg sáttir við markið sem dæmt var af Tómasi Inga - leiðréttið mig ef rangt er...

Smári Jökull Jónsson, 3.10.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband