Að tilheyra sögunni til

Athyglisverður dómur, skal ekkert segja um hvort kerlingin stóð íþesu eða ekki en svona áshöfðanir fara brátt sennilegast að heyra sögunni til því stöðugt fjölgar þeim hljómsvitum og listamönnum sem farin eru að gefa tónlist sína á netinu og ég held að það sé ekki langt í að það verði orðið mjög stór hluti sem stundar þð og sér fram á að hirða tekjur sínar á annan hátt. Hvernig minni spámenn í bransanum bregðast við þessu veit ég ekki en held að sá hópur muni samt áfram verða að hafa megnið af sínum tekjum með sölu á geisladiskum en það gæti orðið erfitt að halda því til streitu - nema að það gerist sem að sumir hafa spáð og það er að verð á geisladiskum lækki verulega.
mbl.is 13,5 milljóna króna sekt fyrir ólöglega dreifingu tónlistar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Kannski er svo netið bara á góðri leið með að taka út þennan millilið sem útgáfurisarnir eru og það er kannski stærsta ástæðan fyrir þessum málssóknum að þeir eru orðnir smeikir.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 5.10.2007 kl. 10:33

2 identicon

Ég er ekki alveg að skilja þessar "download" kærur..

Fyrirtækin sem gefa bíomyndir og tónlist út, koma út í methagnaði í fyrra.. sé ekkert að þessu... Ef ég downloada einhverju eða sé það kannski á youtube eða álíka, þá virkar það bara eins og að prufukeyra bíl :) sjá hvað er í boði, svo fer ég og kaupi það :D 

Ragnar (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: ViceRoy

Heyr heyr Ragnar... Það er miklu skemmtilegra að eiga plöturnar og diskana, en svo eru hljómsveitir sem eru einfaldlega lélegar en eiga eitt og eitt gott lag... Eyði nú ekki peningum í svoleiðis, næ bara í þau tilteknu lög sem ég vill og læt restina eiga sig :D

ViceRoy, 6.10.2007 kl. 12:44

4 identicon

Ég niðurhala allri minni tónlist, ekki eins og þessir tónlistarmenn græði ekki nógu og mikið á því að túra. Meina þeir eru að lifa drauminn minn og ósanngjarnt að þeir græði á því sem mig langar að gera :D

Björn (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband