Fer Stykkishólmshraðlestin af stað í kvöld?

Verður gaman að sjá af hvaða krafti liðin fara af stað í kvöld. SNæfel fram til sigurs og ekkert múður.

KR vinnur Fjölni. Hamar tekur Stólana í jöfnum leik, vona samt að Sýkið reynist Stólunum happadrjúgt í vetur. Held að ÍR -ingar taki Þórsara. Snæfell tekur Njarðvík þó svo að vinur minn og besti körfuboltamaður Eyjanna frá upphafi, Friðrik Stefánsson, sé að koma tl baka og spili sennilegast með. Það er ánægju efni fyrir Njarðvíkinga og reyndar bara íslenskan körfubolta í heild ef að Frikki er að ná sér á strik.


mbl.is Meistararnir góðir - Njarðvík rúllaði yfir Snæfell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll félagi

held að það verði engin spurning, Snæfellingar eru ógnarsterkir, hef reyndar ekki séð þá jafnsterka, sama lið og ungu mennirnir fá mikið spila og skila sínu.  Snæfell brunar með dolluna í Hólminn, Njarðvík verður engin fyrirstaða

Áfram Snæfell

Jonni (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jonni vona svo sannarlega að þetta verði vetur Snæfells í körfunni.

Gísli Foster Hjartarson, 11.10.2007 kl. 19:08

3 identicon

Eitthvað sýnist mér hraðlestin fara hægt af stað úr Hólminum.

Spurning hvort lestin hafi eytt öllum kolunum þegar þeir

tóku bikarinn frá mínum mönnum um daginn??

Áfram KR. 

Inga (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:43

4 identicon

NJARÐVÍK NJARÐVÍK NJARÐVÍK....... Þú hefur nú ekki hundsvit á þessu kallinn minn....

Huginn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:34

5 identicon

Gaman af þessu, Jonni:"Snæfell brunar með dolluna í Hólminn, Njarðvík verður engin fyrirstaða".

Hélt að landsmenn vissu betur.... Það bókar aldrei neinn sigur í Ljónagryfjunni gegn Besta liði Íslands síðustu 25 ár, þrátt fyrir stór skörð höggin. til hamingju með sigurinn Teitur og hans sveinar

Snæfell komið á jörðina!

Doddi (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:11

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hehehe... .

Teitur þjálfari og hjartað á Njarðvíkingum á réttum stað;) Laaaaaaangbestir:) 

Heiða B. Heiðars, 11.10.2007 kl. 22:14

7 identicon

Þvílíkur spámaður hér á ferð. :)

Haltu áfram á sömu braut.

lu (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:26

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Gott að það er tekið eftir þessu en slæmt að tapa en jákvætt að Frikki Stefáns var með. Við látum þetta ekki á okkur fá.

Gísli Foster Hjartarson, 11.10.2007 kl. 22:53

9 identicon

Njarðvík klassa betri.  Snæfell verða sterkir enda með góða leikmenn og fara langt

Konni (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:05

10 identicon

Stykkishólmsvatnsrennibrautin var engin fyrirstaða fyrir þetta gríðarsterka Njarðvíkurlið sem er líklega betur mannað í ár en mörg undanfarin ár.

Held að þetta lið hafi fram yfir flest önnur lið í deildinni að þarna er samansafn af frábærum varnarmönnum í öllum stöðum. sýnir sig best að þetta Stykkishólmslið komst hvorki afturábak né áfram í sóknarleiknum í kvöld og rétt mörðu að setja yfir 70 stig.

Breiddin er líka góð í sókninni og gaman að sjá að stigin eru að koma frá mörgum leikmönnum undir körfunni, fyrir utan og ekki síst úr hraðaupphlaupum. Vonandi verður hraður og skemmtilegur bolti áfram aðalsmerki Njarðvíkurliðsins.

Níu leikmenn að spila 10 mín eða meira í leiknum sýnir að breiddin er virkilega góð og ekki annað hægt en að hrósa Teiti fyrir góðar skiptingar leikin út í gegn.

Menn hafa verið að setja spurningamerki við erlenda leikmanninn, en mér  finnst hann hafa verið nokkuð góður í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Vantar dáldið upp á frumkvæðið hjá honum en ef einhver getur spólað inn góðu sjálfstrausti í piltinn er það Teitur Örlygsson.

Gott start á tímabilinu og bara að fylgja þessu eftir í næstu leikjum. er viss um að liðið eigi mikið inni þegar nýju leikmennirnir hafa slípast til og liðið fer að ná betur saman. FYRIR FÁNANN OG UMFN.

Bína Fína (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:17

11 identicon

Dómaraskandall !!

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband