Ótrúlegur uppgangur

500x380_Sportpresseball0Uppgangur Þjóðverja frá því er Klinsmann tók við liðinu og svo Joachim Löw (spelling) er ótrúlegur og þetta er sennilega eitt af 4 bestu liðum í heimi í dag. Fullt af frábærum leikmönnum að koma upp þarna og þyski stálaginn komin aftur þó svo að það sé ekki áberandi út á við. Vona svo sannarlega að þeir klári mótið á næsta ári fyrst að við íslendingar eigum ekki séns. Einnig veit ég ekki hvort margir eru með allan pakkann á ADSL sjónvarpinu hjá símanum en á rás 78 hjá mér þar (ard) er á laugardagseftirmiðdögum frá 4, minnir mig, fjallað um umferð dagsins í þýsku Bundesligunni hvet þá ertækifæri hafa til til að fylgjast með þessu, hreint út sagt frábærir þættirog umfjöllun og myndataka hreint ótrúlega góð.

Deutschland, Deutschland, uber..............


mbl.is Þjóðverjar öruggir á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af afrekum Joachim Löw er að skella ÍBV út úr Evrópukeppni bikarhafa með liði Stuttgart haustið 1997 er hann var á kafi í námi til að afla sér tilskilinna réttinda til að fá að vera með liðið.  Frægðarsólin er greinilega enn á uppleið frá því stór hópur Eyjamanna hrópaði "Áfram ÍBV!" , berir að ofan, á hinum glæislega Gotlieb- Daimler stadion í Stuttgart.  Hvar var Fosterinn þá ?

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 08:20

2 identicon

Þar er ég sammála. Þjóðverjar eru með lang stabílasta liðið í dag. Nú er bara að vona að þeir taki titilinn á næsta ári. Þeir ættu það skilið...hilsen

Eiríkur (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:57

3 identicon

Þjóðverjar eru að spila skemmtilegasta boltann í dag.  Undanfarnar stórkeppnir hafa þeir yfirleitt skorað mest og fengið á sig minnst sem er eitthvað sem öll lið eru að reyna að gera.  Aginn til fyrirmyndar án þess að draga úr skemmtanagildinu!

gunnar Wiencke (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.