Nú skulum við skotnir í kaf

Ja hérna er ekki norski kafbátahernaðurinn farin af stað. Mér þætti nú gaman að því ef að Morgunblaðið tæki viðtöl við þessa sömu leikmenn sem og aðra leikmenn og bæði þá að segja hvað þeim finnst um þjálfarann hjá landsliðinu - fá hreinskilin svör takk. Ef að þessir kumpánar geta verið að gefa eitthvað í skyn erlendis þá hljóta þeir að geta gert slíkt hið sama hérna heima við - ekki satt.  Ég skora því á Víði og Guðmund og hvað þeir heita nú allir þarna að skella sér í verkefnið og vera með eitthvað í Mogganum á föstudag eða laugardag. Menn mega að sjálfsögðu hafa sína skoðun og engin ástæða til eþss að liggja á henni.

Mín skoðun er sú að Eyjólfur á að geta náð meira út úr þessu landsliði, og viðhorf margra landsliðsmanna gagnvart landsliðinu má sýnist mér breytast líka, ja nema að þeir séu einfaldlega bara ekki betri en þeir hafa verið að sýna!


mbl.is Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gísli, árangurinn talar sínu máli óháð því hvort okkur geðjast að persónu Eyjólfs eða ekki.

Mér sýnist hann algerlega vindlaus á andlegu hliðinni og hún er jú mikilvægust hjá "stjóra" landsliðsins. 

Haukur Nikulásson, 24.10.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Haukur árangurinn er arfi það er alveg ljóst - eða erum við ekkert betri en þetta? þjást menn af því að halda að þeir séu betri en þeir eru í raun og veru?

Það get ég alveg sagt þér að Eyjólfur er drengur góður, allavega eru mín kynni af honum á þann veg. En þurfum við Gauja Þórðar aftur eða Ásgeir og Loga - eða eiga menn að fara að ná í útlending? Eða er Óli Jóh. lausnin já eða Teitur

Gísli Foster Hjartarson, 24.10.2007 kl. 11:17

3 identicon

Mér finnst að þessir 3 leikmenn ekki safna prikum hjá æsta þjálfara landsliðsins og greinilega tilbúnir að setja ríting í bak þjálfarans þegar bjátar á.  Mér finnst algerlega óviðeigandi að þeir séu að þenja sig svona í fjölmiðlum og lýsir væntanlega þeirra eigin viðhorfi til landsliðs Íslands.  Ég held að þer ættu að segja þetta hreint út við Eyjólf og láta það duga í stað þess að rjúka í fjölmiðla.  Ég veit ekki hvað þessir menn halda að þeir séu.  Indriði á prívat og persónulega tap gegn Dönum á laugardalsvelli og má væntanlega muna sinn landsliðsfífil fegurri en nú.  Gunnar Heiðar hefur verið frábær með landsliðinu undir stjórn Eyjólfs og hann hefði nú kannski átt að láta kyrrt liggja með þetta opinberlega.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 11:27

4 identicon

Mér finnst þetta mjög lélegt hjá þeim félögum ef rétt reynist. Held þeir ættu einfaldlega að reyna að einbeita sér að eigin spilamennsku frekar enn að reka rýting í bakið á Jolla!

Groddi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:12

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón - Sjaldan launar kálfur ofeldi -  og ótrúlegt en satt ég er nokkuð sammála þér.

Gísli Foster Hjartarson, 24.10.2007 kl. 12:44

6 identicon

Þá er nú fokið í flest skjól

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:19

7 identicon

Gunnar Heiðar segir á gras.is að rangt sé haft eftir honum. Hann ætlar ekki að gefa fleiri viðtöl hjá þessum blaðamanni. Hvað gera hinir tveir ??

Groddi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband