Hvað liggur á?

Afhverju kláraði Eyjólfur bara ekki mótið og svo tók nýr maður við? Menn hefðiu alveg getað verið búnir að undirbúa það að nýr maður tæki við og færi strax í nýtt verkefni. Er KSÍ að gefa eftir útaf eintómri fjölmiðla pressu? Er það málið?Eru FH-vinum kannski að takast að koma sínum manni að? Guðmundur Hilmars á Moganum, Freyr Bjarna á Fréttablaðinu, Höddi Magg ogg Hilmar Björns á Sýn og svo Heimir Guðjóns lýsandi á Sýn. Getur verið að þessi pressa sem FH-vinir hefur sett upp hafi gert það að verkum að stjórn KSÍ hljóp í skotgrafirnar og skaut Eyjólf af strax í stað þess að leyfa honum bara klára verkefnið? Engin að segja að hann hafi þurft að vera áfram eftir að riðlakeppninni lauk. Árangurinn batnar hvorki né versnar í síðasta leik, við hvorki komumst áfram né föllum, hefði ekki verið nær að leyfa pilti klára þennan síðasta leikara?Kannski gerist það líka að FH-vinirnir sem svo sannarlega hefur verið að reyna að fá uppreisn æru í fótboltanum hér heima undanfarin ár, og gengið ágætlega,  taki núna yfir landsliðsþjálfaravalið líka? Gæti það verið?  Hef ekkert á móti Óla Jóh.  Og það er ekki eins og maður falli um hvern Íslendinginn á fætur öðrum þegar hugsað er um landsliðsþjálfara. En fyrst ég er byrjaður þá leiðir þetta mig út í annað. Willum var valinn þjálfari ársins, til hamingju með það Willum. En var það virkilega Willum sem náði bestum árangri í sumar? Valsmenn eru búnir að eyða milljónum, tugum milljóna, í að byggja upp lið í nokkur ár, hugsa að aðeins vesturbæjarstórveldið hafi eytt öðru eins. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar, komust í 8-liða úrslit í bikar, duttu út fyrir lélegu liði í Evrópukeppninni, fer ekki ofan að því að þetta lið, Cork City, er ekki eins gott og Valsliðið, og kostar sennilega ekki einu sinni eins mikið. Valsmönnum var hvergi spáð neðar en 3 sæti í spám fyrir sumarið ef að ég man rétt. Þannig að ég spyr er þetta besti þjálfara árangurinn í sumar?Hvernig stendur á að menn eins og Gaui Þórðar sem var með lið sem spáð var 7-9 sæti á flestum stöðum ef að ég man rétt, endar svo með Evrópusæti í höndunum þvert á allar spár eru ekki valdir þjálfarar ársins? Klárlega besti árangurinn miðað við spár. Já eða Gunnar Guðmundsson hjá HK ekki reiknuðu menn með miklu af honum né hafði hann úr milljónum að moða. Snýst þetta val kannski ekkert um það að sýna fram á góða vinnu úr kannski ekki eins góðu hráefni og aðrir?  Bæði Gunnar og Gaui voru með mikið af heimamönnum í sínum liðum og unnu út frá því, en mér finnst það hundsað.  Ég veit ekki hvað öðrum finnst en þetta er mín skoðun á þessu og mér finnst að annar þessara hefði átt að hreppa titilinn.Tek það samt fram hér að ég hef ekkert á móti Willum eða Óla Jóh. og hef fylgst með þeim í gegnum árin og bæði glaðst með þeim og ekki þolað þá – he he
mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég hef bara pantað hana tilbúna hérna: http://konsolenprofis.de Þar eru líka til modpakkarnir.

TómasHa, 29.10.2007 kl. 11:00

2 identicon

Jú ég er alveg sammála þér í þessum málum. Þrátt fyrir að Ólafur og Willum hafi náð svo sem góðum árangri í sumar þá tel ég þá ekki réttu mennina í þetta straf, allavega ekki á þessum tímapunkti. Ég hefði viljað sjá e-h erlendan aðila í þetta núna.... Einhvern sem kæmi inn með nýjar áherslur og þá kannski í meiri takti við okkar "erlendu spilara" held að íslenskir þjálfarar séu á allt öðru plani með sínar áherslur heldur en þeir erlendu. Spurning að KSÍ fari að senda þá íslensku á námskeið til útlanda....

Halldór (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:01

3 identicon

Ég held að Eyjólfur hafi ekki viljað setja sig í þá stöðu að taka Danaleikinn ef ekki væri um að ræða að hann tæki liðið áfram.  Hvað sem því líður þá er þetta ágætis tækifæri fyrir nýjan þjálfara að kynnast strákunum.  Óli Jóh er flottur kall og gæti alveg gert góða hluti svosem, en þó verð ég að segja að árangur hans með lið FH í Evrópukeppnum sé ekki til að hrópa húrra fyrir og með það lið sem hann hefur haft með höndum hefur það ekki verið erfitt verk að klára að vinna titilinn.  Valsmenn unnu í ár vegna þess að FH voru of saddir og sjálfumglaðir.  Held að Óli sé góður bred-and-butter þjálfari íslensks félagsliðs og skilur boltann hérna heima og það má segja um Willum líka.  Við þurfum mann með alþjóðlega reynslu í landsliðið og þar sé ég bara Gauja Þórðar sem kandídat af þeim sem þjálfa hérna heima.  Hann ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska þjálfara.  Næsti valkostur með landsliðið gæti ég séð Sigurð Jónsson hjá Djurgaarden.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:11

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Held einmitt að málið sé það að Eyjó var ekki tilbúinn að gera stuttan samning við KSÍ. Annaðhvort var það að ráða hann til langtíma eða henda honum. Ég held að KSÍ hafi gert rétt í þessu.. Allavega vill ég ekki hafa Eyjólf lengur. En klárlega átti samningur hans upprunalega aldrei að stoppa áður en riðlakeppnin kláraðist. 

Stefán Þór Steindórsson, 29.10.2007 kl. 11:58

5 Smámynd: Boston Red Sox

Jón Óskar :

Valsmenn unnu af því þeir voru bestir, ekki vera með svona rugl. Vertu bitur í friði.

Boston Red Sox, 29.10.2007 kl. 13:09

6 identicon

Vil meina að KSÍ ætli að tilkynna að Óli muni stýra landsliðinu gegn Dönum og tilkynnt verði síðar um ráðningu nýs þjálfara, enda hafa menn þá nægan tíma til að finna þann besta.

HH (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband