Hátt hreykir heimskur sér

200px-Jesus_CampHverslags andskotans vitleysingar eru þetta. Alveg er þetta með ólíndum hvernig fólk lætur og að þetta sé kallað kirkjunnar fólk er náttúruelga bara grín í mínum huga. Hverslags öfgar eru þetta og ef að það hefur staðið þarna að þau þakki Guði fyrir dauða hermenn á nú að setja þetta fólk á einhver efni. Væri gaman að heyra hérna hvað fólki í trúfélögum á Íslandi finnst um þessi mótmæli.

Svo var nú líka þessi þáttur um daginn á RÚV um þessar Jesus Camp búðir sem staðsettar eru rétt utan við Devils Lake, North Dakota (frábært Jesú búðir staðsettar við Djöflavatn - tær snilld) en þessi heimildarmynd var ótrúleg og hreint með ólíkindum hvernig fólk lætur. Myndi gjarna vilja að RÚV gæfi fólki tækifæri á að sjá þennan þátt í eitt skipti í viðbót. Þetta var fyrir minn smekk einum of ýkt samkoma til þess að geta flokkast sem trúarsamkoma, þetta var eitthvað þar sem öfgamenn komu höndum sínum yfir börn og stunduðu heilaþvott með samþykki foreldranna.

Ef einhver vill elta Jesus Camp má byrja hér http://en.wikipedia.org/wiki/Jesus_Camp


mbl.is Kirkja dæmd til skaðabótagreiðslna fyrir að mótmæla við jarðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég næ ekki alveg hvötum Phelps og hans fjölskyldu -það er eins og tilgangurinn sé að fá sem flesta uppá móti sér. Gerð hefur verið heimildarmynd/fréttamynd um þetta fólk sem ég mæli með að allir sjái. Ég vara þá við að þetta myndband kallar upp alveg einstaklega neikvæðar tilfinningar.

Hægt er að sjá heimildamynd um Phelps og hans fólk hér: http://video.google.com/videoplay?docid=-4413388146858417528&q=the+most+hated+family+in

Valdimar Ólafsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir þennan link meistari

Gísli Foster Hjartarson, 1.11.2007 kl. 10:04

3 Smámynd: ViceRoy

http://youtube.com/watch?v=O228AQRvcqQ og þessi hér... the Americas most hated family... nema þetta sé sama fjölskyldan? :o ... Alla vega forvitnilegir þættir frá BBC sem ég mæli með, Louis Theroux heitir maðurinn, góðir þættir um skrýtið og sérstakt fólk.

ViceRoy, 1.11.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: ViceRoy

Já sorry :D las betur svar Valdimars... sama dæmið, en þetta er örugglega annar þáttur... Hann er með þeim í einhvern tíma þarna og fræðist um þessa heimskingja :D

ViceRoy, 1.11.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jebb kveldinu verður varið í að horfa á þennan þátt.

Gísli Foster Hjartarson, 1.11.2007 kl. 19:29

6 identicon

"Svo elskaði guð svíja að hann gaf þeim....IKEA!!"

Zindri Freyr (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.