Lesa þingmenn...

...bloggið mitt?  Þetta var nákvæmlega það sem ég var að blogga um um daginn og var að reyna að koma á framfæri. Finnst það hárrétt að ekki sé verið að skipta um valdhafa nema þegar forseti er í frí, illa veikur eða í spennitreyju á geðsjúkrahúsi.....eitthvað í þá áttina.  Hitt er óþarfa bruðl með skattpeninga landsins og þeim milljón sem sólundað er við þessar færslur í núverandi kerfi væri gott að fá t.d. inn í heilbrigðiskerfið, ekki er vanþörf á.   Við þykjumst búa í einhverju umhverfi þar sem þvílíkt mikið og gott heilbrigðiskerfi er í gangi samt er það einhvern veginn þannig að t.d á sjúkrahúsinu hérna í Eyjum að það virðist ganga fyrir gjöfum frá hinum og þessum aðilum og góðgerðarsamtökum. Ég ætla ekki að fara hérna út í það hvernig er að reyna að fá tíma hjá lækni og þær hömlur sem þar eru.......jæja ég ætla ekki að missa mig í þessu um sjúkrahúsið hérna það væri til að æra óstöðugan svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Forseti gegni embættinu þótt hann sé í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.