Sérstakt

hér á MBL.is eru menn sífellt að fjalla um leit Bubba nýjum söngvara í hljómsveit sína og nú eru menn að spá í skipan hljómsveitarinnar. Það sem að mér finnst sérstakt er að maður heyrir engan vera að velta sér upp úr þessu. Held ég hafi aldrei verið innan um fólk sem er að velta sér upp úr þessu. En ástæðan á líka vel vera sú að þættirnir eru ekki byrjaðir og á meðan svo er þá nær þetta ekki neinu flugi.  En það er kannski um að gera að kynda undir svo að áhorfið verði meiriháttar gott. Hef nú svo sem enga trú á að kóngurinn bregðist aðdáendum sínum í þessum þáttum. Það þætti nú líka saga til næsta bæjar ef að Bubbi næði ekki að smala í ofurband.
mbl.is Topp tónlistarmenn í bandinu hans Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það sem sló mig í þessarri frétt er að ég er bara eiginlega sá eini í Eurohóp íslands til Helsinki sem ekki komst í bandið.. Sökkaði ég svona hræðilega á sviðinu í Helsinki?  Eða tók Bubbi bara eftir því að ég var of góður í þetta job?

 Þetta er samt skemmtileg frétt því alsönn er hún ekki frekar en neitt sem kemur orðið frá mbl.is þessa dagana. 

Stefán Þór Steindórsson, 6.11.2007 kl. 12:40

2 identicon

Þetta er nú meira hallærið. Hver er þessi Gunnar gítarleikari og hver í ósköpunum er þessi trommari Íslands????

Hef ekki heyrt þeirra getið áður.

Jón Agnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þessir menn eru oftar en ekki á skjánum hjá þér þegar einhverjir þættir eru með tónlis.. Báðir voru þeir í X-Faktor og svo í Eurovision með Eika Hauks. Gunni spilar með Sóldögg og Benni hefur spilað með 200.000 Naglbítum, Ísaföld og helling öðru. td Bo Hall í laugardalshöll.. 

 Þetta eru færir spilarar en það breytir ekki því að það er ekkert búið að segja að þeir séu í bandinu... 

Stefán Þór Steindórsson, 6.11.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.