7.11.2007 | 08:52
Bobcats hvað!
Upprúllun í nótt. Boris Diaw með góðan leik 15 stig og 11 stoðsendingar. 8 leikmenn með 10 stig eða meira, glæsilegt það. Má kannski segja að leikurinn hafi verið búinn í hálfleik enda staðan þá 59 37 fyrir Phoenix og bilið jókst svo bara í seinni hálfleik. Leikur aftur i kvöld og svo Miami á föstudag, á Sýn. Hornets vinna Lakers og Rockets vinna Spurs þannig að það er fjör í þessu - sé fyrir mér að það verður skemmtilegur vetur framundan og að mótið verði jafnt. Veit samt ekki hvað Charlotte Bobcats ætla sér í vetur.
Emeka Okafor framherji/senter hjá Bobcats átti sérstakan leik spilaði rúma 22 mínútur tók 7 fráköst átti enga stoðsendingu og skoraði ekkert stig! Er viss um að hann sofnaði sáttur í nótt!!!!! Hann fær birta heiðursmynd af sér á blogginu mínu.
Stojakovic skoraði úr 10 þriggja stiga skotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gísli þú veist að Phoenix get aldrei neitt í úrslitakeppninni því þeir kunna ekki að spila vörn og þar fer Nash fremstu meðal manna.
Go Spurs!
Pétur Orri (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 09:11
Gaman að rekast á samaðdáenda Phoenix Suns hér ;-)
Sibbi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 09:32
Pétur Orri! Okkar tími mun koma og sókn er besta vörnin
Gísli Foster Hjartarson, 7.11.2007 kl. 09:34
Gísli ég bíð spenntur eftir pistli dagsins um NBA.
Pétur Orri (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.