7.11.2007 | 09:14
Þá er að dusta rykið.....
... af seríunum og fara að renna yfir perurnar og það allt saman, alveg er þetta einstakur tími. Reikna nú samt með því að skreyta minna í ár en undanfarin ár, prófa að slaka aðeins á í þessu, sjá hvernig það reynist. Konan sér um innandyra og það verður væntanlega eins og vanalega ekki hægt að þverfóta fyrir jólakúlum, seríum og öðru því dóti er þessu tengist. - En það verður nú að segjast að þetta er skemmtilegur tími og endar náttúruelga hérna í Eyjum alltaf með glans með Þrettándanum, sem er sá glæsilegasti á landinu. ´
Nú er afmælisgosár framundan (35 ár frá Heimaeyjargosi) og því vonast ég til þess að fólk láti jólaseríurnar loga til 23 janúar eða þar um bil. Finnst það viðeigandi byrjun á árinu 2008.
Myndin sem fylgir var tekin í holinu hjá okkur um jólin í fyrra, en holið er það sem minnst er skreytt á heimilinu!
Aðventuljós komin út í glugga í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ó nú fæ ég heimþrá jólin eru pottþétt langbesti tíminn ásamt vorinu, sumrinu og haustinu úff nú fer ég að skæla
bestu kveður í Eyjarnar fögru
Halldór (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.