11.11.2007 | 10:14
Er eitthvað að gerast?
Ætli það sé eitthvað að rofa til í kollinum á herforingjastjórninni eða eru þeir bara að sýnast til þess að fá smá stuðning í alþjóðasamfélaginu? Hef einhvern veginn þá trú að þegar að Pinheiro ætlar að fá að ræða við og hitta hið ólíka fólk í sem hann vill sjá að þá vakni stjórnin upp og slái á puttana á honum og við hin komumst að því að það er ekkert að breytast - vona samt svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér.
Mætti gjarna laga þetta í fréttinni: í fyrsta skipti í fjögur ár sem herforingjastjórnin heimilar honum að koma til landsins í fjögur ár.
Fær að skoða aðstæður á Búrma í fyrsta skipti í fjögur ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.