13.11.2007 | 16:46
Fitubollum fjölgar!
Já meðan maður stendur í ströngu við að reyna að draga af sér spikið og verða öðrum þannig léttvæg fyrirmynd þá fjölgar bara í hópnum hjá okkur hlunkunum - skelfilegt til þess að vita. Því er ekki að neita að maður verður var við að þjóðin er að springa út, hægt og rólega, en verð samt að segja að það er en langt í land með að við náum þeim í USA en þar er tæplega 3 hver einstaklingur í laginu eins og snjóbolti og þróunin fer versnandi. Ég ætla vona að við Íslendingar förum að átta okkur á að það er ekkert sniðugt við að apa eftir Ameríkönum í einu og öllu - tökum okkur tak.
Þetta með áfengið er svo annað mál en þar er maður sennilegast undir meðaltali, svei mér þá, og það kemur mér þægilega á óvart en við þurfum svo sem að skoða þau mál ofan í kjölinn líka.
Eit verð ég þó að segja að mér finnst þjóðin á svona síðastliðnum 10-15 árum samt hafa tekið sig á í drykkjumálum að vissu leyti. Ég man þá tíð, og tók þátt, að men voru að sulla í vinnunni jafnvel í vaktavinnu og undir miklu álagi - sullandi hægri vinstri á milli vakta og á vaktinni - þetta er búið í dag. Hvað með öll verkstæðin þar sem sullað var í áfengi á föstudögum og laugardögum, þetta tilheyrir að mestu leyti sögunni til í dag - þarna verður að hrósa því þetta var oft slæmt, en auðvitað á þetta ekkert að þekkjast.
Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sullað á mörgum vinnustöðum enn. Horfi upp á það vikulega á nokkrum stöðum. Kannski hefur það minnkað en það er samt nóg um það.
Endilega skoðaðu þessar tölur
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item177025/
Páll Geir Bjarnason, 14.11.2007 kl. 02:54
Þetta eru rosalegar tölur maður - hver ætli svona tala sé á Íslandi?
Gísli Foster Hjartarson, 15.11.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.