14.11.2007 | 06:28
Að njóta friðhelgi
Finnst alveg með ólíkindum ef að þessir dúddar njóta algerrar friðhelgi vegna starfa sinna í Írak. Skil bara engan vegin hvernig hægt er að verja slíkan gjörning og þarna virðist hafa átt sér stað. Auðvitað eru þessir menn undir mikilli pressu og örugglega oft með lífið í lúkunum sjálfir en það bara engan veginn réttlætir það að menn geti bara plaffað niður hóp af fólki útaf einhverjum grunsemdum. Menn hljóta að ætla að taka á þessu af einhverri festu - tala nú ekki um ef að kaninn vill láta taka sig alvarlega í þessum alheimslögguleik sínum. - Blackwater er en eitt æxlið í innrásarhernum. Hér koma menn á hvíta hestinum og segjast vera að bjarga fólkinu, en hvað sjáum við fjöldamorð, pyntingar og annan viðbjóð í bílförmum - sorry skil ekki alveg þessar björgunaraðgerðir! - komum okkur heim
FBI segir Blackwater ekki geta réttlætt morð á óbreyttum borgurum í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og kemur fram i greininni er ekki vist ad hegningarlog na ekki yfir starfsemi teirra tarna, en grundvollurinn fyrir starfsemi teirra er einmitt tad ad hegningarlog na ekki yfir starfsemi eins og tessa, (annars fengust engir til ad fara tanga).Typistkir amerikanar !!!!!!
Jonas Th (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.