Ja hérna

Þá er þetta komið og þetta og þá á fólkið væntanlega eftir að lifa líka! Ánægður er ég að vera ekki íþessum pakka að berjast fyrir þessu þarna á höfuðbogarsvæðinu, held mig bara hérna á Fjólugötunni, í mínu einbýlishúsi sem kostaði mig rétt rúmar 9 milljónir á sínum tíma. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu misserum, mér fannst vera teikn á lofti um að íbúðaverð myndi lækka örlítið út árið en sásvo í gær eða fyrradag að það hafi hækkað um einhver fá %, var það ekki um% á dag síðastliðið ár?

En svo er hitt er komin tími á að taka upp skyldusparnað aftur? ja eða beita fræðslu um reglulegan sparnað á þetta unga fólk sem á eftir að koma undir sig fótunum.


mbl.is Launin 680.000 til íbúðarkaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hvað varð um sparnaðinn? Mér finnst of fáir hvað það er að spara.Það er of auðvelt af fá lán fyrir öllu því sem skiptir engu máli. Fólki finnst ekkert mál að kaupa dýra bíla á 100% lánum og hafa jafnvel yfirdráttinn í botni í leiðinni. 

Ég held að uppeldi skipti miklu máli þarna. Ég var alin upp við að peningar væru ekkert grín og ef maður vill hafa það fjárhagslega gott, verður maður að hugsa um aurana sína.

Dísa (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.