Er óábyrg fréttamennska á RÚV?

ivaringimarssonÁ RÚV í morgun er held ég Adólf Ingi búin að vera að hlægja, allavega er hláturinn í viðkomandi pirrandi, af óförum Íslendinga gegn Dönum í gegnum árin og þar segja menn að við höfum síðast skorað gegn fönum í Danmörku 1967, veit að það var gott ár, og að þar haf verið að verki sjálfur Hermann Gunnarsson, við skulum ekki fara út í að ræða hlátur hans hér, sá frábæri íþróttamaður. En samkvæmt MBL.is er þessi frétt þeirra RÚV manna gjörsamlega út úr kú og á sá er samdi fréttina að hljóta ærlegt tiltal svo ekki sé meira sagt.

Ívar vinur minn Ingimarsson verður fjarri góðu gamni í kvöld - því miður


mbl.is Íslendingar skoruðu síðast í Danmörku 1974
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sögðu þeir örugglega Danmörku, eða voru þeir bara að meina Köben? Skiptir svosem ekki máli, en þarsem leikurinn '74 er eini leikurinn sem ekki hefur farið fram í Köben (utan leikur '49) gætu þeir alveg hafa misst af því að telja hann með.

Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:50

2 identicon

Þessi umræða kom fyrst upp varðandi síðasta mark sem Ísland skoraði á Parken en leikurinn '74 fór ekki fram þar. Ekki veit ég hvort Adolf Ingi hefur verið eitthvað að rugla með þetta. Íslenska landsliðið hefur altént ekki skorað á Parken síðan Hemmi skoraði seinna markið '67.

KA (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:52

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

man ekki betur en að menn hafi talað um Danmörku, en ætla ekki að fullyrða það.

Gísli Foster Hjartarson, 21.11.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband