Dæmisaga úr daglega lífinu

mouse2Einu sinni voru mús og fíll að leika sér.
Allt fór þetta vel fram en svo verður músin fyrir því óláni að detta ofan í nokkuð djúpa holu.
Eins og góðum vini sæmir hleypur fíllinn til og reynir að bjarga vini sínum.
Fyrst slakar hann rófuni niður, en hún er of stutt. Þá reynir hann að slaka rananum niður, en hann var líka of stuttur.
Þá datt honum það snjallræði í hug að slaka typpinu niður til músarinnar.
Það var nógu langt og gat fíllinn híft músina upp.

Glaðir í bragði héldu vinirnir áfram að leika sér.

En músin var klaufi og von bráðar dettur hún aftur niður í sömu holuna.
Sem fyrr hleypur fíllinn til og reynir að bjarga vini sínum.
Hann ætlar að fara að slaka rófuni niður, en þá mundi hann að rófan var of stutt.
Þá reynir hann að slaka rananum niður, en mundi þá líka að hann var allt of stuttur.
Ahh! Hugsar fílinn - Typpið!! Og hann slakar typpinu niður til músarinnar og bjargar vini sínum í annað sinn.

Glaðir sem fyrr halda vinirnir áfram að leika sér.

En músarklaufinn datt í þriðja sinn ofan í holuna.
Nú hafði fíllinn lært það mikið af þessu ferli að hann verður beint að holunni, slakar tippinu niður og hífir vin sinn upp.

mouseÁnægðir halda vinirnir áfram að leika sér.

En nú bregður svo við að fíllinn dettur ofan í holuna.
Sama hvað hann reyndi, þá komst hann ekki upp og biður músina að hjálpa sér.
Minnug þess að typpi fílsins hafi verið nógu  langur slakar músin typpinu niður en það var allt allt of stutt.
Hún þreifar á trýninu en fann strax að það var of stutt.
Þá var það skottið, það náði ekki nema agnar ögn niður í holuna.
Eins og elding skaust músin heim til sín og náði í stóra jeppann sinn.
Músin skutlar kaðli niður til fílsins, bindur í jeppann og dregur vin sinn upp.
Nú ákváðu vinirnir að færa sig frá holunni  og léku þeir sér glaðir upp frá því
Hvað getum við lært af þessari dæmisögu?

Jú, þeir sem eru með stórt typpi þurfa ekki jeppa
Jeppar eru fyrir konur !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.