6.12.2007 | 16:16
Ég vil líka jafnrétti!
Þessi grein her á eftir er eins og rituð frá mínu hjarta - þökk sé landsliðsmönnunum fyrir að leyfa mér að nota hana.
Við karlmennin í Landsliðinu lásum saman blogg eftir hana Guðrúnu Lilju sem flokkar sig sem konu á bloggsíðunni sinni. Þar veltir Guðrún því fyrir sér af hverju það eru ekki til kvenkynsjólasveinar. Þarna hitti Guðrún naglann á höfuðið og erum við Landsliðsmenn hjartanlega sammála henni. Grein hennar má lesa HÉR
Eftir upplestrarstundina hjá okkur þar sem við drukkum kókó og borðuðum ristað brauð ályktuðum við og er ályktunin eitthvað á þessa leið:
"Það er löngu komin tími til að konur klæði sig í jólasveinabúninga og gerist jólasveinar að minnsta kosti einu sinni fyrir hver jól. Fallegar konur verða enn fallegri í jólasveinafötum og má sjá dæmi um slíkan búning HÉR
Við karlmennin spyrjum okkur af hverju þjónustustúlkur veitingahúsa, aðstoðarkonur tannlækna, hárgreiðslukonur, ritarar og aðrar konur í stéttum þar sem konur eru í meirihluta sé hreinlega skipað að klæðast svona fatnaði í desember.
Við hvetjum alla karlmenn og kvenmenn sem vilja að konur fái líka að ganga í jólaveinabúningum pressi á alþingismenn og ríkisstjórnina að setja þetta hreinlega í lög.
Við trúum því reyndar að það séu konur sem vilji ganga enn lengra og fá að vera hluti af jólasveinunum þrettán. Við Landsliðsmenn erum líka hlynntir því og vonumst til að við sjáum brátt konu þarna inn á milli drengja Leppalúða karlsins. Þær yrðu auðvitað að láta sér vaxa skegg en það eru konur til hér heima sem gætu það auðveldlega. Er Heiða í Unun til að mynda ekki skeggjuð? Hún yrði fallegur fulltrúi okkar Íslendinga meðal hinna íslensku jólasveina. Sáum ekki í fljótu bragði konu sem gæti verið fulltrúi hinna amerísku jólasveina - en hver veit nema einhver búttuð sæt kelling sé til í að bjóða sig fram.
Við Landsliðsmenn styðjum þessa réttindabaráttu Guðrúnar heilshugar."
Áfram Guðrún.
Landsliðið
Ég geng hér með til liðs við Landsliðið og styð réttindabaráttu Guðrúnar, alveg heilshugar Ég geng lengra og legg til að eftirtaldar skvísur taki fram jólaoutfittið og verði fremstar í baráttugöngunni: Emma Bunton, Pamela, Alyssa Milano, Hófí, Alessandra ambrosio (sjá nedstu myndina), katherine heigl, elisha cuthbert, heidi klum, carmen electra, eliza dushku, eva mendez, eva larue, charlize theron, brooke burke, ali landry og endum þetta á Nigelu Lawson, af því að faðir hennar var einu sinni ráðherra.
Sé þessar elsku alveg fyrir mér röltandi um Vestmannaeyjabæ á 13danum með blys um hönd, hugsa að margir þyrftu ekki einu sinni af hafa "pelann" með sér til þess að halda á sér hita. Útgeislunin yrði slík að menn einfaldlega gleymdu stað og stund!
Athugasemdir
Ég er ekki frá því að ég myndi alls ekki neita því að sjá þessar gulldúkkur í jólabúning! Alessandra Ambrosio er rosaleg í þessu bleika! ;-)
elvararon (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 16:32
Það eru bara til einir sveinkar og þeir eru hér í Hánni í á eyjunni fögru. :) Elvar minn þú færð nú ekkert í skóinn með svona hugsunarhætti...
stúfur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:33
Góður punktur hjá þér Gísli. Með kveðju.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 17:36
Kæri Gísli og landsliðið,
Það eru til kvenkynsjólasveinar í alvöru!
Þær voru allavega tvær og voru kallaðar jólameyjar. Skv. sögunni voru þær af Vestfjörðunum. Önnur var kölluð Flotsokka og kom rétt fyrir jól. Ef einhver var þá ekki búinn að prjóna sokkinn sinn, stal hún sokknum og fyllti hann af floti sem hún hljópst á brott með. Hin var úr Önundarfirði og hét Flotnös. Hún þurfti minni vöflur á að hafa því hún hafði svo víða nös að hún gat troðið heilli mörtöflu upp í hana. (Heimild: Saga daganna).
Svo eru einnig nokkur nöfn jólasveina sem vekja upp ákveðnar efasemdir um kyn þeirra. Úr Steingrímsfjarðarromsunni er m.a. fjallað um Reddu,Sleddu og Klettaskoru og eiga þessi nöfn heima með jafnskemmtilegum nöfnum karlkynsjólasveina eins og Litli Pungur, Lungnaslettir, Lækjaræsir og Bjálfansbarnið.
Sjáumst yfir grafíkinni :)
Kv. Eygló
Eygló Þóra Harðardóttir, 18.12.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.