21.12.2007 | 11:17
Neyðarlausn í jólatrjám - partur 2
Ef að litla tréð er snilld - hvað er þá hægt að kalla þetta?
Guðdómlegt ekki satt, setur þetta bara á hvaða vegg sem er setur pakkana fyrir framan og hin sanna jólastemmning er komin í hús. sá sem að kom með þessa hugmynd á mikið hrós skilið. Held að ríku löndin öttu að kaupa upp upplagið og dreifa á hina fátækari - þá geta í það minnsta allir haft hjá sér jólatré.
Svo klárast þetta þá tekur maður þetta niður rúllar því upp setur í hólk, eða fyrir þá fátækari skellir utan um þetta teygju og hendir inn í skáp eða í einhverja geymslu. - Detti fólki svo í hug að vera með einhverja óvænta jólagleði t.d. í júní þá er lítið mál að koma því við bara ná í þetta og setja upp á vegg. Hugsið ykkur líka þægindinn fyrir húsmæðurnar sem áallt eru með ryksuguna í byssubeltinu tilbúnar að ráðast til atlögu á greni sem fellur á gólfið - punktur - málið er leyst
Svei mér þá mig langar í eitt svona
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.