22.12.2007 | 22:00
Að rotna!
Er það málið er landið að rotna að innan? Átti ekki orð í gær þegar ég hlustaði á orð Árna Matt - skömm að hann skuli hafa verið færður úr tapsæti í sínu heimkjördæmi og hingað í suðurkjördæmi. Hann mat málið svona og taldi nefndinaekki hafa metið þetta rétt. Hvor á þá að víkja í þesu máli nefndin eða ráðherrann? til hvers var nefndin skipuð var það ekki til þess að koma með bestu nöfnin fram í dagsljósið með því að vinna eftir fyrirfram gefnum reglum? Nei þá líkar spariikassanum úr Hafnarfirði ekki niðurstaðan svo hann gerir lítið úr stöfum nefndarinnar og velur einhvern sem er honumþóknanalegur. Og svo sagði hann að hann teldi reynslu Þorsteins mikla þar sem að hann hefði verið aðstoðarmaður ráðherra og það gæfi honum guð má vita hvað. EN hvernig stendur á að dýralæknirinn er meiri sérfræðingur í þessum málum en þeir lögfræðingar sem fengnir voru til þess að fjalla um stöðu fólks á lögfræðisviði - þetta er bara grín og fyrsta flokks grín á íslenskan stjórnmálamælikvarða - rotið epli og ráðherra ætti að skammast sín og mér þætti vænt um að hannbyði sig fram í öðru kjördæmi næst. Mér þótti hann í lagi en því miður þá fauk það þarna út í veður og vind.
Á hvaða öld ætli það verði sem að menn í pólitík á Íslandi komast ekki upp með að láta eins og kjánar?
Vill haldbetri rök fyrir dómaraskipun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann hlýtur að bjóða sig fram annarstaðar næst, hann er allavega búinn að flytja lögheimili sitt aftur úr Þykkvabæ í Hafnarfjörð, ég taldi aldrei að hann yrði okkur Sunnlendingum þóknanlegur og vil líka að hann bjóði sig fram annarstaðar næst.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2007 kl. 22:08
erum við nú allir orðnir glæpamenn í Suðurkjördæmi Samúel? eða áttu kanski bara við frambjóðendur.
Það er spurning undir hvað vinnubrögð eins og þau sem Árni viðhafði þarna flokkast? Ekki eru þau traustvekjandi allavega
Gísli Foster Hjartarson, 22.12.2007 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.