27.12.2007 | 14:43
Jólakort í allar áttir
Vissulega geta menn mótmælt báð'um þessum spjöldum en ég sá ekki betur en að þau væru bæði gefin samkvæmt bókinni. Aftasti maður fellir mann á leið í gegn, Knight á meistara Ballack. Í hinu tilfellinu þar sem að Ashley Cole er sakaður um að verja með hendi á marklínu þá þarf enign hvítur maður, eða svartur í þessu tilfelli, að vera að velta sér upp úr þessu ákvörðunin var rétt. Þetta sé ég út frá augum dómarans og eftir þeim er dæmt. EN hvort þetta var hendi skal ég ekki segja um sá þetta ekki nógu vel þrátt fyrir að hafa séð eina endursýningu. Þar sem mikill hiti er nú í einska boltanum í þessari gríðarlega miklu törn sem í gangi er þá hef ég nú trú á því að áfrýjanir verði fleiri en nú er orðið. Manchester komnir á skrið og ég veit ekki hverjir geta stoppað þá, jú nema kannski skemmtilegur meiðsla listi. Næsta törn er á laugardag og sunnudag. Við sem áhorfendur náum varla andanum á milli leikja - hvernig skyldi leikmönnum líða?
Chelsea og Aston Villa áfrýja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.