Skuggalegar tölur

Þrátt fyrir mikla lækkun í morðtíðni í þessum borgum finnast mér þetta nú skuggalegar tölur. Hvað ætli það séu í raun margir drepnir á ári í Bandaríkjunum? Hefur einhver einhverjar tölur handa manni í því sambandi? Hugsið ykkur svo er talað um að byssueign fari vaxandi - hvar endar þetta eiginlega? Það held ég að það sé á stundum alveg frábært að búa hér á landi, þó nóg sé um dýrtíðina miðað að við annarsstaðar og að við horfum upp á aukningu í sumum hlutum hér á landi þá held ég að við eigum nú en langt í land með að ná þeim þarna fyrir vestan á flestum sviðum, nema náttúrulega raunverlegum íslenskum sviðum þar höfum við nú algera yfirburði!


mbl.is Morðum fer fækkandi í New York og Chicago
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit nú ekki hvað þú sérð svona rosalegt við þessar tölur, glæpatíðni í Bandaríkjunum er lítið verri en í Evrópu og jafnvel á Íslandi ef þú lítur til hvítflipa- og smáglæpi og öllu alvarlega nauðgana. Og þar af auki fer ástandið versnandi í (vestur) Evrópu og skánandi í bandaríkjunum. Og þetta kemur allt saman byssueign lítið við.

 Hvað varðar "Hvað ætli það séu í raun margir drepnir á ári í Bandaríkjunum?", maður hristir nú bara haustin, hvað eru margir 'í raun' drepnir í ár á Íslandi? Þetta er ekki vilta vestrið þarna vestanhafs.

Held að þú sért búinn að vera horfa of mikið á ameríska lögguþætti. 

Gilbert (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 02:11

2 Smámynd: Kristinn Þór Sigurjónsson

Ég held að um 20 morð hafi verið framin á Íslandi árið 2006 (leiðréttið mig þeir sem vita), það gera um 64 morð á hverja millj. Held að eitthvað fleiri morð hafi verið framin þetta árið.

Í NY búa um 8 millj og eru því til samanburðar einungis um 60 morð á hverja millj. þar.

Spurning hvar er öruggara að vera?

Kristinn Þór Sigurjónsson, 29.12.2007 kl. 08:14

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Víst fer ástandið versnandi í Vestur- Evrópu maður heyrir það bara á vinum sínum sem búa t.d. í Englandi þeir vilja ólmir frekar búa t.d. hér þar sem að ástandið þar versnar hratt, eins og við höfum séð í fréttunum síðustu mánuði. Held reyndar að ástandið sé en sínu verst í hinum vestræna heimi, þó svo að miklar væringar séu á markaðnum ef að svo má að orði komast.

Ísland er ekki endilega miklu betra en aðrir staðir í þessu frekar en mörgu öðru, en ég hefðui samt gaman að sjá tölur yfir hvað það er áætlað að margir séu drepnir í USA á ári, veit vel að þetta eru um 300 milljónir sem þarna búa, þetta e bara svona tölfræði forvitni - glýt að geta fundið þetta einhversstaðar.

Morðin eru fleiri á Íslandi en margan grunar en ætli það sé ekki best að sitja bara í faðmi Eyjanna þar sem að maður telur sig öruggastan. Læt þetta nú samt ekki trufla mig þessa morð og drápstíðni - þegar ég verð kallaður í burtu þá bara gerist það!

Gísli Foster Hjartarson, 29.12.2007 kl. 08:35

4 identicon

Mig grunar að fækkun morða í NY og Chicago stafi af meiri atvinnuþátttöku og stríðinu í Írak frekar en einhverju öðru.

Og hvað er þetta með að kenna "aukinni byssueign" um allt sem aflaga fer?  Það er kjaftæði.  Það er reyndar sterk fylgni á milli fækkunar morða og aukinnar byssueignar, ekki öfugt.  Því færri byssur, því fleiri morð.

Aukið frelsi til hluta er heldur ekkert til að minnka vesen.  Kannski gerir það vesenið skemmtilegra, en það minnkar það ekki.  Algjört eftirlit og fasismi mun fækka glæpum, en það mun líka gera lífið afar líflaust. 

Ásgrímur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 11:21

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Algjört eftirlit og fasismi mun fækka glæpum, en það mun líka gera lífið afar líflaust. 

Snilldarpunktur Ásgrímur

Gísli Foster Hjartarson, 29.12.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband