31.12.2007 | 15:55
Styrktarhlaupið/gangan gekk frábærlega
Það var góð mæting í þokkalegu veðri, á annað hundrað manns létu sjá sig allt frá börnum í barnavögnum og upp úr. Þetta var gert til sytrktar krabbameinsfélaginu í Vestmannaeyjum en öll innkoman í hlaupinu og það sem safnaðist á annan hátt rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins. Áðaldriffjöðurinn i þessu var Hafdís Kristjáns en hún og Anna Dóra á Hressó hafa farið fremstar í þessu. Hafdís hefur svo sannarlega verið ötul í þessu og jafnan verið fremst með kyndilinn og látið heyra frá sér um málið og bankað uppá hjá fólki og leitað eftir stuðningi. Lagt var af stað í brekkunni fyrir neðan Stórhöfða og straujað alla leið út á Eiði þar sem áð var hjá Grimi kokk sem bauð upp á dýrindis fiskibollur og einnig var bðið upp á krystal frá Ölgerðinni sem heildverslun Krissa Karls gaf, en rétt er að benda á að allir sem að verkefninu unnu gáfu vinnu sína og efni.
Ég vil óska Hafdísi og Önnu Dóru á Hressó til hamingju með framtakið og þeim sem tóku þátt vil ég þakka samfylgdina, nema kannski Sigmari Þresti sem stakk alla af - he he. Það er gaman að sjá þegar fólk tekur sig saman og gefur sig í svona verkefni. Þakka ykkur öll fyrir ángæjulegan tíma í morgun.
Gleðilegt ár Eyjamenn
![]() |
Á fimmta hundrað hlupu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.