12.1.2008 | 08:27
Radiohead......
með nokk meira en 400.000 seld eintök, það er ég nú ansi smeykur um, eða eru menn bara að tala um eftir að hún fór í búðir í Bretlandi?
Er þetta þá hálfskífa hjá Sigur Rós? Þetta er náttúrulega ekkert annað en breiðskífa, þó ekki sé um það að ræða sem kalla má kannski beint hljóðversskífu, en breiðskífa er þetta engu að síður. Hér eru menn búnir svoleiðis að míga niður útaf Sigur Rós í góðan tíma og fullt af fólki erlendis hefur gert slíkt hið sama afhverju eiga þá 250.000 eintök seld að koma á óvart? DVD fékk vægast sagt frábæra dóma í Q tildæmis allt ýtir þetta undir góða sölu, eins og sést a´sölunni á DVD disknum og þessi breiðskífa sem þarna hefur selst í fínu upplagi er náttúruelga fylgifiskur DVD-disksins og því á þetta ekki að koma neinum áóvart, ....ef þið spyrjið mig.
Sigur Rós í 250.000 eintökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigurrós seldi meira af Takk en Radiohead af Hail to the thief. 250 þúsund er alla vegana fimm sinnum meira en Garðar Cortes, talandi um að mígandi Íslendinga.
Ég verð samt að viðurkenna að mér kom á óvart hversu lágt Heima fór hérna í Bíó sölu og DVD útgáfu fyrir jólin.
Ingi Björn Sigurðsson, 12.1.2008 kl. 08:45
Sammála þér með DVD diskinn maður heyrði varla minnst á hann.
Garðar Cortes!!!!!! Já já menn míga niður útaf ólíklegustu hlutum, þannig er það og verður alltaf.
Gísli Foster Hjartarson, 12.1.2008 kl. 09:13
Þar sem ég er mikill áhugamaður um sölutölur platna (með hjálpi wikipedia) þá fletti ég þessu upp.
Í jan 2008 var Hail to the thief komin upp í 994.000 eintök á heimsvísu á meðan Sigur Rós er með 800.000 seld eintök á heimsvísu af Takk, veit þó ekki hvenær sú tala var uppfærð síðast.
Þetta má skoða hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Hail_to_the_Thief
http://en.wikipedia.org/wiki/Takk...
Óháð því hvor hefur selt meira þá er Sigur Rós óneitanlega á meiri hillu (niche) heldur en Radiohead og finnst mér það helvíti öflugt að þeir hafi selt svona mikið af Takk. Einnig verð ég nú að segja að Radiohead hefur farið niður á við með nýjustu plötum sínum, annað en Sigur Rós. Persónulega fannst mér Takk töluvert betri plata en Hail to the thief og nýjasta plata Radiohead finnst mér bara ekki nógu góð, kannski er það þessvegna sem þeir seldu hana yfir netið á því verði sem kaupanda fannst sanngjarnt. En það er þó auðvitað bara sjálfsagt að Radiohead selji fleiri plötur af sínum plötum til langs tíma vegna þess hversu fræg sveitin er.
Svo ætla ég að vera sammála með það hversu lítið fór fyrir "Heima" Dvd disknum. Held það sé diskur sem maður ætti að eiga í safninu sínu en ég vissi ekki einu sinni af því að hann væri kominn út.
Just my two cents.
Óli Palli (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:41
Mæli hiklaust með Heima. Sá hana á einhverri heimildamyndahátíð í köben sl. haust. Varð þó fyrir örlitlum vonbrigðum með hana, kannski vegna þess að ég bjóst við meira landslagi og fleiri þyrluskotum. Gæsahúðin lét þó á sér kræla og hjá mér er það góðs viti.
10-4
Jóhann (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.