Hörmung - snjóplóg í bæinn takk

snjoplogurAlveg verð ég að segja að hörmung er að sjá hvernig tekist hefur til að ryðja bæjarfélagið síðastliðinn sólarhring, til skammar segi ég. Það snjóar nú ekki oft hérna á skerinu fagra og mér fannst gott að sjá í gærmorgun þegar ég labbaði í vinnuna fyrir klukkan 7 að þá var verið að ryðja og gera göturnar klárar í slaginn fyrir bílaumferð dagsins.  Svo snjóaði nú fram eftir degi. EN það er greinilegt að eitthvað hefur allur þessi mokstur klikkað því fyrir utan aðalæðar þá virðast flestar göturnar ekki vera neitt nema einhverjir slóðar og hryggir, hrein hörmung og eins gott að það geri ekki gott frost núna í snatri. Leiðir eins og niður að framhaldsskólanum voru hörmung, ætla nú ekki að tala um mína götu en í ræktinni í morgun höfðu allir sem ég talaði við þær sögur að segja að illa hefði verið tekið til hendinni í þeirra götu eða hverfi! Hvað er í gangi? :Það er nú eins gott að það snjói ekki hérna oftar ef að þetta er málið. Legg til að hingað verði fluttir tveir alvöru snjóplógar eins og eru þarna á myndinni - þó svo að þeir yrðu bara notaðir á 3ja ára fresti þá allavega tækju þeir til hendinni þegar þeir færu í gang - já já veit að þetta er ýkt dæmi en er alveg til í að skoða það að menn mætist á miðri leið.

Vona að menn verði búnir að skafa þessa anga af í dag áður en það snjóar meira eða frystir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning um að senda þessa blessuðu mokara á námskeið hjá norðanmönnum í að moka snjó.Hvernig er það eru þetta ekki verktakar sem sjá um þetta hjá bænum?

Ragna (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 12:13

2 identicon

Það er buið að senda þessa menn á námskeið fyrir nokkrum árum ... hvað lærðu þeir?? Þaðan sem ég kem er búið að ryðja allavega svo að fólk komist í vinnu eða skóla. Þar er byrjað fyrir allrar aldir.... Svo á að sjálfsögðu að keyra snjónum upp á vörubíla  til að gangandi vegfarendur komist um. Ég gleymi því aldrei þegar ég var nýflutt hingað það var annað hvort að láta keyra sig niður á götunni eða að fenna í kaf fastur upp að eyrum í skaflinum þar sem gangstétt átti að vera en var búið að ryðja öllu uppá....

inga (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband