Er kominn tími á að stofna skíðadeild?

skidi1Maður er nú farin að spá í hvort að það sé að verða kominn tími til að ÍBV stofni skíðadeild hið snarasta vegna mikilla og þrálátra snjóalaga í byggðarlaginu? 

Brekkurnar eru til staðar og hér yrði aldeilis auðvelt og koma upp skíðagöngubrautum. Við getum t.d. notað brekurnar í Helgafelli, Eldfelli og Herjólfsdal til að renna okkur niður - að sjálfsögðu myndum við setja upp skíðalyftur á milli fella í sitthvora áttina en í Herjólfsdal myndum við setja setja upp alvöru klafa sem á sumrin gætu flutt túrista upp á Dalfjall, held að það myndi svínvirka - opna bæjarkassann takk. Skíðastökkpallur væri tilvalinn í Herjólfsdal og þess yrði væntanlega ekki langt að bíða að Eyjamenn ættu Íslandsmet í öllum flokkum í skíðastökki, og myndu jafnvel keppa á ólympíuleikum fyrir hönd þjóðar sinnar. Sé líka fyrir mér fólk í skíðagöngu um alla Eyju enda landslagið einstaklega skemmtilegt til skíðagöngu mjög fjölbreytt og fólk tæki vel á, á meðan það nyti frábærrar náttúrunnar.  - Hvar eru nú stórhugamenn í bæjarstjórn og íþróttafélaginu - og fyrst að við værum HolmenkollenSkiJumpbyrjuð á þessu myndum við byggja alvöru skautahöll fyrir Íshokký - listdans á skautum og myndym hafa brautir í kring svo hægt yrði að keppa í skautahlaupi!!!

Held að menn eigi að drífa í þessu öllu og gera með myndarbrag á meðan veður leyfir - ef að það verður skortur á snjó í framtíðinni sé ég fyrir mér að Viðar Ella Í Eyjaís verði búinn að kaupa alvöru skidi3snjóframleiðsuvél og hann mun svo sjá um að framleiða snjóinn fyrir bæinn. 

- Djöfull verður þetta flott hjá okkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

styð stökkpallinn ef þú ferð fyrstu bununa félagi :)

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já já ef þetta verður alvöru stökkpallur - vel styrktur - þá er ég til - ekki spurning - tek þig svo létt í 10 km skíðagöngu á eftir

Gísli Foster Hjartarson, 31.1.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband