Hlátur í undirheimum!

Það er ég hræddur um að víða brosi menn útaf þessu atviki og að því er virðist fádæma aulahætti lögreglu við gæsluvarðhaldið.  Það skyldi þó aldrei vera að innan lögreglunnar væru þeir sem eru upp á kant við lög og reglu búnir að koma fyrir einhverjum mönnum sem eru á þeirra snærum og kippi stundum í spotta þegar að á þarf að halda, já eða gleymi að læsa.

Málið er hið vandræðalegasta, svona rétt eins og þegar að fanginn kveikti í löggustöðinni hérna í Eyjum á sínum tíma - það er nú mörgum Eyjamönnum í fersku minni. - Treysti því að Geir Jón og hans menn komist til botns í þessu máli og svona vandræðagangur heyri sögunni til.


mbl.is Innanhúsrannsókn stendur yfir hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi fær Annþór ennþá þyngri dóm þegar flóttinn bætist ofan á smyglið, svo að þjóðin geti hvílt sig á honum í nokkur ár.

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: corvus corax

"og kippi stundum í spotta" góður þessi. Það er hins vegar lágmarkskurteisi við fanga að löggan hafi nógu langa spotta svo fangar þurfi ekki að eiga á hættu að snúa sig á ökklalið eða jafnvel fótbrotna út af allt of stuttum spotta ofan af þriðju hæð. Þetta mál er allt áfellisdómur yfir löggunni en ekki fanganum því frelsisþráin er föngum auðvitað eðlileg.

corvus corax, 19.2.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband