Allir leikir byrja 0 - 0

og því er allt mögulegt. En óneitanlega er Milan með suddalega gott lið, en voru ekki flestir búnir að afskrifa Liverpool fyrir leikinn í gær, ja allavega ekki gefa þeim mikla möguleika? EN þetta ekki það sem að við elskum við fótboltann það eru hinir óvæntu þættir sem sífellt koma manni í opna skjöldu og fá mann til að öðlast trú á að hið óvænta sé óendanlegt - hræddur um að um leið og sá þáttur hverfur úr boltanum þá verði lítið gaman af þessum leik sem fótboltinn er. Aðrar íþróttir bjóða ekki eins mikið upp á þennan möguleika svo einfallt er það.

Svona til að velta vöngum yfir Liverpool þá man ég en þau skipti er Brighton lagði Liverpool að velli 2 ár í röð fyrst á Anfield 1983 og svo á Goldstone Ground 1984.

http://www.youtube.com/watch?v=y5xj0WC0fE8 á þessu myndbroti má sjá gamla Liverpool leikmanninn Jimmy Case tryggja Brighton sigur á Anfield 1983. En það ár komumst við í úrslit og töpuðum fyrir Man Utd í úrslitum 4-0 eftir að hafa gert jafntefli 2-2 í fyrri leiknum - eins og gerst hefði í gær - he he

Arsenal og United vinna í kvöld


mbl.is Wenger: AC Milan sigurstranglegra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var svosem auðvitað að þú þyrftir að koma því að kæri frændi.Þú ert bestur

Ragna (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband