23.2.2008 | 08:08
Skynsemi framundan?
Lítur út fyrir að Þorsteinn Már ætli að taka mál föstum tökum sem aðrir voru ekki eins fastir á. EN hvað er þetta með allar þessar eilífu sameingingar endalaust? Við erum náttúrulega lítil þjóð en í hverju endar þetta eiginlega? ein þjóð, einn banki, ein sjónvarpsstöð, einn lífeyrissjóður og svo framvegis, og vænatnlega munu samt fylgja þessu áfram nokkrir smákóngar. Er ekki í lagi að vera bara lítil rekstrareining sm skilar þokkalegum hagnaði þarf allt að vera í megatölum, afhverju vilja tala menn eins og allir eigi að r sofa á sama koddanum? - Er það af því að þeir tróna á toppnum og hinir verða að sofa til fóta?
Nú hefur staðið yfir ákveðið sameiningarferli í Eyjum og útgerðir hafa verið að sameinast t.d. Vinnslustöðinni, einstaklings/fjölskylduútgerðum fækkar - slæm þróun segi ég, en kannski að einhverju leyti óumflýjanleg, en hvar endar þetta? allir undir eina sæng og svo stinga menn af frá þessu og fara úr bænum með allt/eða selja úr og skilja eftir auðn........og ekki væri það veiðileyfagjaldinu að kenna. - Það er hættulegt þegar stórar einingar ráða litlum bæjarfélögum. -Það þarf að fara að finna leiðir til þess að nýliðunum geti átt sér stað í sjávarútveginum á Íslandi annars er ég hræddur um að það fjari þokkalega hratt og örugglega undan þessu öllu saman. - eða er ég kannski bara að verða crazy
EN þó ég sé ekki mikill áhugamður um bankarekstur hlakka ég til að fylgjast með störfum Þorsteins Más á þessum vettvangi - af nógu er að taka.
Ekki fleiri starfslokasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit ekki með skynsemina framundan Gísli, en það er skynsemi í þessum pistli þínum, sérstaklega varðandi Eyjarnar og sameiningar. Ætla samt að vona að það eigi ekki eftir að valda vanda, en það gæti alveg gert það.
Hvernig hefur gengið hjá Crew Alexandra í vetur...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2008 kl. 08:42
Hvað heldur þú að Þorsteinn Már muni um að minnka launin.Hann selur bara einn sumarbústaðinn sinn ef hann vantar skotsilfur.
Ragna (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 12:00
Mínir menn í Crewe gerðu nú jafntefli á útivelli við Leeds í dag og voru aular því Leedsarar jöfnuðu þegar nokkrar mínútur voru eftir - en ég ber þessa vini mína ekki saman við þína menn Hafsteinn en það sem þessi félög eiga nú sameiginlegt er ást þeirra á framkvæmdastjórum sem lengi hafa starfað þeim Ferguson og Gradi, þó svo ða Gradi hafi dregið sig aðeins út úr skarkalanum í vetur og látið Steve Holland eftir stjórnartaumana, þar semhann nýtur fulltingis góð vinar míns Neil Baker.
Gísli Foster Hjartarson, 23.2.2008 kl. 21:03
Ok, svo þeir sigla þokkalegan byr um þessar mundir, það er gaman að því.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.2.2008 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.