Hvað gera Palli Magg og Ólafur Ragnar...

bat.... að konguló eða fiskifluga óvart læða sér yfir þuluboriði í fréttatíma hjá sjónvarpinu? Fjöldauppsagnir? Nei svon viðbrögð eru náttúrulega bara eins og góðlátlegt grín í eyrum manns. Margir Íslendingar hafa nú lennt íþví að fá kakkalakka íheimsókn í íðbúðir sínar á meðan á sumarleyfisdvöls tendur erlendis - víst er það lítið fjör - en ekki veit ég til þess að öllu starfsfólki viðkomandi hótels hafi verið sagt upp.  Ég lennti í því á bakpokaferðalagi mínu um Júgóslavíu fyrir einum 19 árum þegar Júgóslavía og nágrenni voru ekki opin alveg upp á gátt en voru að opnast að þegar ég tók ámig náðir eittkvöldið að þá var leðurblaka einn af næturgestum mínum, ég varð var við hana þegar annað augað var sofnað og hitt að gefast upp og rauk upp og kom henni aftur út um gluggann, á lífi, og lokaði. Hver ætli viðbögðin hefðu orðið í Túrkmenistan ef að svona kivikindi hefði birst, starfsfólki ekki bara rekið heldur sent í fangabúðir og jafnvel fyrir aftökusveit???

Það kemur sér að maður býr í þokkalega siðmenntuðu þjóðfélagi!

e.s. það góða við að ég kom leðurblökunni út var að ég var kallaður Bat-man það sem eftir var ferðar, þó svo að afrek mín væru lítilfjörleg miðað við afrek þeirrar teiknimyndarhetju þaðan sem nafnið er fengið  - en kannski að afrek mín hafi orðið Bono og félögum hugleikin þegar þeir sömdu hold me, thrill me, kiss me, kill me fyrir Bat-man myndina á sínum tíma - hver veit!


mbl.is Örlagaríkur kakkalakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.