27.2.2008 | 09:59
Ljótt að vera kallaður sparigrís?
Ja hérna hér um bil og jammajæja - þetta er aldeilis sérstakt en ég skil svo sem afstöðu bankans, erfitt að missa jafnvel viðskiptavini út á sparigrísinn sem á að auka viðskiptin við bankann. Verður gaman að sjá hvert næsta útspil bankans verður til þess að hvetja krakka til að leggja til hliðar aura.
er þetta ekki röng þýðing:
Í Bretlandi hafa bankarnir Halifax og NatWest þegar hætt að gefa börnum sparigrísi. Þar hefur leikskólabörnum einnig verið bannað að segja börnum söguna af úlfinum og grísunum þremur og hefur þeim þess í stað verið uppálagt að að segja sömu sögu með kettlingum í aðalhlutverki
Er það ekki leikskólakennurum sem hefur verið bannað að segja söguna góðu um úlfinn og grísina þrjá, sem að maður er búin að lesa eflaust í vel á annaðhundruð skipti án þess að detta nein trúarbrögð í hug? Er ekkert svo viss um að börnin í Bretlandi séu á fullu að segja öllum þetta litla ævintýr?
Sótt að gríslingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sjá hér :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.