Spila bara og sjá hvað fólki finnst

Kannski er það bara þannig að þetta plata er hörmung og þess vegna er hún ekki spiluð en svo getur hitt verið að nafnið á plötunni hafi farið fyrir brjóstið á mönnum. En aðalmálið er að tónlistin á að fá að njóta sín ef hún er áheyrileg og eftirtektarverð sé ekkert að því að fólk afkjynni t.d. þetta var lagið grænar baunir af plötu morðingjanna áfram Ísland.

Er menn ekki þarna bara að bera storm í tebolla. Óli Palli hlýtur að leyfa eins og einu lagi leka út.


mbl.is Nafnið of ljótt fyrir Popplandið á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Óli Palli hlýtur að leyfa eins og einu lagi leka út"

Það er bara því miður orðið of mikið um að "persónulegar ákvarðanir" smákóngana í Popplandi séu að standa í vegi fyrir framgangi nýrra banda í útvarpi allra landsmanna.

Lengi hafa verði uppi sögur í brannsanum um að Óli Palli láti persónulegt álit sitt á tónlistarfólki ráða því hvort þeir eigi líf á Rás 2 eða ekki, nýlegt dæmi er ásökun Einars Ágústs um að hann fái ekki spilun á Rás 2 vegna þess á Óla Palla sé illa við hann.

Ég er ekki að gera lítið úr öllu því góða sem Rásar einvaldurinn Óli Palli hefur gert fyrir íslenska tónlist, alls ekki en það virðist vera kominn einhverskonar valdshroki í kappann. 

Ekki get ég svo séð að "Morðingjarnir" sé eitthvað verra nafn en "Rass" eða "Hölt Hóra"

Hafliði (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Óli Palli er starfsmaður þjóðarinnar en ekki einhver sjálfskipaður tónlistareinvaldur hennar, hans hlutverk er að kynna tónlist fyrir fólki ekki halda henni frá fólki.  Hef haft gaman af honum í gegnum árin en er ekki frá því að það sé stundum stjörnublik í augnkrók hjá honum.

Nei nei hin nöfnin er engu betri - en ef um eitthvað persónulegt er að ræða þá á náttúrulega að lækka manninn í tign

Gísli Foster Hjartarson, 2.4.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.