Nákvæmlega ....

.....það sem að ég sagði um daginn, 3-5 leikja bann og þetta endar í þremur og vænni sekt, það sannast þarna það sem að margoft hefur verið sagt áður: Það borgar sig ekki að deila við dómarann - allavega ekki í svona 90% + tilfella.

Nú er bara að vona að Mascherano láti sér þetta að kenningu verða. - og að þetta bnn og sekt verði til þess að ýmsir leikmenn hugsi sinn gang áður en að þeir sleppa fram af sér beislinu í leik með félagsliði sínu eða landsliði.


mbl.is Mascherano fær tvo leiki til viðbótar í leikbann og sekt að auki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú orðið alveg ruglað hvað menn mega ekki sýna neinar tilfinningar í fótbolta, ég er svo sem sammála því að þetta hafi verið rautt spjald miðað við nýjar áherslur í fótboltanum en miðað við það sem macca sagði við dómarann (samkvæmt vitnisburði leikmanna) "afhverju ertu að gefa Torres gult spjald?" að þá finnst mér þetta vera komið út í rugl. Svo mega menn hópast að dómara eftir að dæmt hefur verið vítaspyrna en þá fá menn yfirleitt ekki gult nema segja f orðið eða eitthvað álíka. Ekkert samræmi í þessu og þá líka sérstaklega þar sem fyrir stuttu kom leikmaður með karate spark og mölbraut fótinn á öðrum leikmanni og sá sem brotið framdi fær jafn mikið bann og maður sem hleypur og dómaranum og spyr afhverju þetta hafi verið gult spjald. Eitthvað ekki í lagi þarna og ætti að gefa enska knattspyrnusambandinu gult spjald fyrir léegar ákvarðanatakanir.

Grétar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ítrekað gegkk hann að dómara og tuðaði og þetta voru bara uppsöfnuð vandræði  - það er nú þannig með dómara eins og leikmenn að þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þessi stöðugi atgangur að dómaranum frá sama leikmanninum var alltof áberandi til að sleppa við refsingu - maður getur líka spurt sig sá Benitez ekki hvað varí aðsigi?  Hann sem byrjaði að tuða umdómara nokkrum dögum fyrir leik og to´k þar með fókusinn af leiknum yfir á dómarann.

Gísli Foster Hjartarson, 4.4.2008 kl. 08:44

3 identicon

Hann gekk einu sinni upp að dómaranum og það er þegar hann fékk rauða spjaldið, en ég neita því ekki að hann tuðaði yfir flestum brotum og auðvitað var þetta uppsafnað. Ég er í raun ekki að verja spjaldið en mér finnst oft ekki sama hvort um er að ræða Jón eða séra jón. Tökum sem dæmi besta knattspyrnumann í Evrópu ef ekki heiminum C.Ronaldo. Í hvers skiptið sem þessi maður fellur lyftir hann upp höndum og skilur ekki afhverju hann fær ekki dæmda aukaspyrnu eða víti, og yfirleitt í seinni hálfleik er hann farin að berja höndunum í grasið ef ekkert er dæmt, samt fær hann ekki svo mikið sem áminningu einu sinni. Þarna er ekki samræmi og miðað við það að macca hefur hingað til verið mjög prúður leikmaður að þá kom þetta mér svoldið á óvart.

Grétar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:06

4 identicon

Hvernig fá poolarar það út að lyfta höndum sé það sama og rífast í dómaranum, ef allir sem sýndu einhver svipbrigði við dómum væru dæmdir þá væru 14 rauð spjöld í hverjum leik, en Mash var bara ekki bara að lyfta höndum, hann sagði eitthvað við dómarann í hvert einasta skipti sem hann braut af sér og svo tók hann straujið frá miðjunni ,þar sem ekki einu sinni samherji gat haldið honum, í átt að dómaranum til að tuða í honum, þetta var ekki "bara" einhver venjuleg spurning um "fyrir hvað torres fékk gult", svo er rétt að taka það fram að á undan seinna gula spjaldinu þá braut Mash af sér 3 svar sinnum þannig að hann var líka kominn á grátt svæði varðandi brot. Og það sem grétar seegir að mash hafi einu sinni gengið upp að dómaranum er annað hvort lygi eða hann kann ekki að telja, nema um hvorttveggja sé að ræða. Svo þarf varla að ræða framkomu mash eftir að hann er búinn að fá rautt, þar sem hann neitar að yfirgefa völlinn, þvílík framkoma hjá þessum leikmanni og sem betur fer fékk hann það sem hann átti skilið, sekt og bann.

Hérna sést framkoma mash í leiknum.

http://www.youtube.com/watch?v=8YQSmkB5XWg

Gummi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:59

5 identicon

Ok ég verð að viðurkenna það að ég mundi greinilega ekki alveg eftir atvikunum. Ég reyndar var alltaf á því að þetta væri rautt eins og ég hef tekið fram að ég væri ekki að halda öðru fram. En þegar ég talaði um að C.Ronaldo lyfti höndum að þá hefði ég auðvitað átt að taka það fram að hann tautar yfirleitt eitthvað um leið en ég skal alveg viðurkenna það eftir að hafa horft á þetta myndband að þá er ekki hægt að líkja því saman. C.Ronalda hvartar samt í hverjum einasta leik yfir því þegar hann missir boltann sama hvort um brot sé að ræða eður ei og finnst mér að það ætti alveg eins að áminna menn með þannig hegðun. Skulum ekki halda því fram að allt fyrir neðan hegðun Macherano sé í lagi.

Ég bið þig samt Gummi minn að vera ekki að reyna að halda því fram að ég sé lygari eða heimskur maður því að ég hef alltaf getað tekið því ef ég hef rangt fyrir mér og tek því fagnandi ef ég fæ leiðréttingu á máli mínu. En það er nú háttur margra sem commenta í bloggheiminum að þeir sjá sér ekki fært að segja eitthvað án þess að vera með hálf-skítkast um leið á þá sem þeir eru ósammála, en þeir verða auðvitað bara að eiga það við sjálfan sig..

Grétar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband