4.4.2008 | 09:34
Góð auglýsing fyrir Eyjar - NOT
03.04.2008 - Rokk og ról og löggan í eyjum!
Náðum loksins tali af Sædísi fararstjóra Rokkar Hringinn en hún er núna stödd ásamt rokkurunum í rokkrútunni á leiðinni til Höfn í Hornafirði. Eins og áður hefur komið fram þá héldu þau tónleika á Prófastinum í Vestmannaeyjum í gær þar sem heilbrigðiseftirlitið var mætt strax eftir fyrsta lag. Við spurðum Sædísi aðeins út í það hvernig þetta hefði gengið í gær.
Já tónleikarnir í gær voru ekta rokktónleikar, heilbrigðiseftirlitð mætti á svæðið í fyrsta laginu og mældi og skráði niður allar hljómsveitirnar þ.e. hve hátt þetta fór ( 130 dsbl. mest). Síðan eftir hálftíma var lögreglan einnig mætt til að skipta sér af hverjir voru að koma inn og svona. sagði Sædís.
Þó að tónleikagestir hafi verið sáttir með tónleikana í gær þá var eigandi staðarins við hliðiná Prófastinum ekki jafn hrifinn, en hann kærði eiganda Prófastsins fyrir að hafa lagt ólöglega í stæði og ætlaði að láta draga bílinn í burtu.
Þrátt fyrir kvartanir um hávaða og óhressa foreldra þá fengu rokkararnir að klára tónleikana. Hins vegar hefur Prófasturinn víst verið á svörtu lista í nokkurn tíma og eru líkur fyrir því að staðnum verði lokað eftir þessa svakalegu tónleika.
Eftir tónleikana fóru rokkararnir á Lundann þar sem var drukkið og haft gaman fram á rauða nótt. Lögreglan passaði sig samt að missa ekki sjónar á þeim og mætti því segja að þau hafi verið allan tíman í lögreglufylgd.
Rokkararnir voru síðan ræstir upp snemma í morgun til að halda ferðalagi sínu áfram. Helgi í Benny Crespo's Gang var sá eini sem merkti sér svæðið fyrir brottför en það fannst dágóður ælupollur við hliðiná kojunni hans. Hann var reyndar ekki sjálfur með það á hreinu hvort þetta væri eftir hann en enn sem komið er þá bendir allt til þess að þetta sé ælan hans.
Eitt er samt víst að hljómsveitirnar eiga sér digga aðdáendur, á Selfoss mætti einn frá Borganesi með gulan gúmmíhanska og bleikan kúrekahatt og í eyjum var þar einn sem hafði keypt allar plöturnar með hljómsveitunum þremur og gisti m.a.s. á bekknum fyrir utan gistiheimilið þeirra.
Hvað er verið að gefa leyfi fyrir tónleikum á svona stað ef að hvert andartak er undir eftirliti yfirvalda? Eiga svona hlutir ekki að vera á hreinu við upphaf veitingu leyfis? Hélt að menn væru nú löngu búnir að laga þessa vitleysu!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.