6.4.2008 | 19:12
Einstaklega fáránlegt
Alveg finnst mér þetta einstaklega fáránlegt að ráðast á kyndilberana þar sem hlaupið var með ólympíueldinn um London í dag. Mér finnst í góðu lagi að mótmæla veru Kínverja í Tíbet og framkomu þeirra við heimamenn. EN mér finnst algjörlega út í hött að ráðast á kyndilbera og reyna að slökkva á ólympíueldinum - fólk verður að gera sér grein fyrir því að ólympíueldurinn er ekki einhver kínversk uppfinning þetta er logi mestu íþróttahátíðar í heimi og hann er ekkert nýmæli og personulega finnst mér að fólk eigia að bera virðingu fyrir kyndlinum og þeim er með hann fá að hlaupa. Berum virðingu fyrir leikunum - þeir sem vilja þurfa ekkert að bera virðingu fyrir aðgerðum kínverja frekar en þeir vilja en ekki blanda því svona saman - það hefði verið nóg að láta í sér heyra meðfram hlaupaleiðinni - það hefur sín áhrif.
Hefði fólk aftur á móti verið að mótmæla því að einhverri þjóð hefði verið bannað að keppa, eða ekki hleypt inn í Kína á pólitískum forsendum, þá erum við að tala um allt aðra hluti. En mér finnst það að ráðast að kyndilbera með slökkvitæki eða bara ráðast að honum á annan hátt finnst mér út í hött.
Eldurinn komst alla leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og heymskulegt,,'Eg sendi þeim bara gaskveikjara,,''vitið þið adressuna''
Bimbó (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 00:22
Hvernig væri að hugsa aðeins hugmyndina á bakvið þessum mótmælum.
Ólympíuleikarnir eru haldnir í Kína og upplagt að nýta athyglina til þess að mótmæla aðgerðum þeirra í Tíbet.
Ekkert heimskulegt við þetta heldur komust mótmælin heldur betur til skila.
Helga (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.