Ólafur Stefáns. með hörkuleik

Sá í gærkvöldi seinni leik Ciudad Real og Hamburger í undanúrslitum meistaradeilarinnar í handbolta. Tæpt var það hjá Ciudad Real þeir misstu alveg taktin þarna ílokin en náðu sem betur fer að redda sér fyrir horn. Ólafur Stefánsson fór mikinn í liði Ciudad - 8 mörki minnir mig að hann hafi endað í og hann brenndi af 2 vítaskotum í ogan á lag. Í lokin þegar að menn voru að reyna að láta leikinn renna út átti hann svo frekar dapurt skot sem var varið en markmaðurinn þurfti að elta boltann og Óli elti hann uppi og þjarmaði að honum - leiktíminn rann út og Óli fékk rautt spjald fyrir harðan atgang að markmanninum, allavega leit það þannig út á skjánum hjá mér.

Þetta var hörkuleikur, svolítið mikið um mistök en þvílíkar sleggjur sem voru inn á þarna - maður varð bara hálf-hræddur þegar maður sá suma þessa skriðdreka á fleygiferð. Nú vona ég bara að Óli og félagar hans klári þetta og verði Evrópumeistarar, það yrði svo sannarlega n ein skrautfjöðrin í hatt Óla - þarna er klárlega einn fremsti íþróttamður sem þjóðin hefur af sér alið, ekki spurning.


mbl.is Evrópumeistarlið Kiel mætir Ciudad Real
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi áfram Kiel.Kveðjur til ÍBV.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:27

2 identicon

Er Ólafur þá ekki í banni í úrslitaleiknum? Hvort var rauða spjaldið 3x2 mín eða beint rautt?

Kalli (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

sá bara rauða spjaldið á lofti - það er leikið heima og heiman í úrslitunum líka, þannig að þessi elska gæti verið í banni annan leikinn - leikirnir verða 3/4 mai og svo seinni leikurinn 10/11 mai

Gísli Foster Hjartarson, 13.4.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband