3.6.2008 | 12:03
Skotsjúkt lið!!!!
Var ekki nóg að svæfa dýrið og koma því einhversstaðar fyrir? - Nei endilega skjótum það, ég sem hélt að þetta væri ein af þeim dýrategundum sem menn teldu að væru um það bil að detta á stig útrýmingarhættu. Bið að heilsa yfirlögregluþjóninum fyrir norðan og vona að hann þurfi aldrei að ferðast um í þoku!!!!
Ísbjörninn felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vertu ekki svona fljótur að dæma maður!
Það eru ekki til deyfilyf af réttu tagi á íslandi og þau kæmu í fyrsta lagi á morgun.
Það þurfti, af illri nauðsyn, að skjóta vesalings björninn.
C (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:07
Með vögguvísum? :)
http://www.visir.is/article/20080603/FRETTIR01/834947831
"Ísbjörninn sem gekk laus í Skagafirðinum í morgun hefur verið felldur. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti samþykki fyrir að fella dýrið þegar ljóst var að rétt lyf til að svæfa það væru ekki til á landinu og fengjust ekki hingað fyrr en í fyrsta lagi á morgun."
Valbjörn Júlíus Þorláksson, 3.6.2008 kl. 12:08
Er að fara til Berlínar á Sunnudaginn. Ætla að færa Knúti blóm og segja honum á minni bjöguðu þýsku að Ísólfur frændi hans sendi sennilega ekki fleiri jólakort
Das Kapital (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:15
Er ekki í lagi með löggurnar þarna, segir maður bara. Af hverju var ekki hægt að bíða eftir lyfjunum? Stóð einhver bráða hætta af dýrinu? ÞAÐ er rétt hjá þér nafni að tegundin er að detta inn á útrýmingarhættulistann af ástæðum sem líklega verður ekki séð við. Því meiri ástæða til að reyna allt til að bjarga birninum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 13:02
Það hafði nefnilega getað verið bráð hætta af þessu dýri. Ísbirnir geta farið ótrúlega hratt um, og hlaupa hraðar en menn. Þetta var rétt ákvörðun, burtséð frá því hvort ísbirnir séu í útrýmingarhættu eða ekki.
Finnur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:17
Hvað réttlætir þess ákvörðun Finnur? Að þeir geta verið snarir í snúningum eða hvað? Hver var í hættu af þessu dýri?
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2008 kl. 13:20
..Þetta er yfir það hafið að eyða í þetta umræðum. það sem er aðalmálið eru ótrúlegar dýravinahræsni sem fólk er með. Alveg merkilegar umræður um stórhættulegan ísbjörn. ég hefði aldrei beðið um leyfi að skjóta ísbjörn. Hefði bara skotið umsvifalaust og leyft kellingum landsins að tala sig hása og hneykslast eins og það vill. Ég vil líka úteýma hvölum og selum innan 200 mílna lögsögu og minna einn útrúma þeim alveg. Kjötið mætti gefa til sveltandi þjóða. Íslendingar þyrftu svo sannarlega á því að halda að verða svangir í eina viku eða svo til að fá í svolitla skynsemi upp á nýtt. Heilbrigð skynsemi er í útrýmingarhættu á Íslandi, ef fólk veit ekki af því..reyniði að forða henni frá útrýmingarhættu, enn ekki ísbjörnum, hvölum, selum og minkum í hænsnabúum, eins og þessi umræða ber með sér að fólk vill greinilega..
Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 13:24
Ég er ekki alveg sáttur við þessa slátrun - og það kemur örugglega engum á óvart sem þekkir mig.
EN Þorvaldur Snilldarpunktur með orðalagið hjá þér með Birnina, einn er sá Björn sem ég hef alltaf sagt að væri í mínu liði fyrir það eitt að ég held að innsti inni sé hann Hitlers-sinni eins og ég er að mörguleyti, en hann valsa um hér og ver sig og sína með kjafti og klóm..hvað ætli menn þurfi að bíða lengi eftir lyfjum til að svæfa hann í smástund!!! - he he
Gísli Foster Hjartarson, 3.6.2008 kl. 15:31
Eru ekki einhver lög sem segja að allt mann fólk sé friðað í landinu! Þetta eru að vísu hroðaleg lög, enn maður verður vist að fara eftir þeim, því miður. Tek undir með Þorvaldi og Gísli er nú með eitthvað til síns máls..það er eitthvað nazistaeðli komin i Íslenska Ríkisstjórn..það þarf kannski andspyrnuhreyfingu til að stoppa þennan ófógnuð. Ekki veit ég..
Óskar Arnórsson, 3.6.2008 kl. 15:46
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins sem helgast af hræsni og upphrópunarofstæki. Ég steig á könguló í gær, vill ekki móðursjúka þéttbýlispakkið brjálast úr skilhelgi og hræsni yfir því? Fá jafnvel einhvern með deyfilyfjabyssu til að svæfa næstu könguló sem er í lífsháska vegna mín eða annarra? Hugsjúkt skítapakk með uppgerðar-verndunarsjónarmið. Hvað yrði um þetta lið ef ísbjörn dúkkaði skyndilega upp í Elliðaárdalnum?
corvus corax, 4.6.2008 kl. 00:01
...átti að vera skinhelgi en ekki skilhelgi í athugasemdinni hér á undan.
corvus corax, 4.6.2008 kl. 00:02
corvus corax heyr heyr!
Óskar Arnórsson, 4.6.2008 kl. 11:21
Borðið þið nautaket eða rolluket? Ef svo er farið þá í heimsókn í sláturhús.
Á Svalbarða eru allir hvítabirnir drepnir sem ganga þar á land. Og afhverju haldiði það? Vegna þess að reynslan hefur kennt Svalbarðingum að leika sér ekki við bjössa, þeir þ.e. bjössarnir hafa nefnilega etið fólk með húð og hári og hvað hefði pupullinn sagt ef bersi hefði etið nokkra skagfirðinga, þá hefði löggan á króknum verið úthrópuð sem aumingi sem þorði ekki að taka óvinsæla ákvörðun.
Hættum að gagnrína það sem við þekkjum ekki. Hvítabirnir eru rándýr sem eta það sem að kjafti kemur hvað sem hver segir.
Kveðja Valliv
Valmundur Valmundsson, 5.6.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.