Meistarinn tjáir sig við Fréttablaðið

Eyjamaðurinn Hlynur Sigmarsson lýsti því yfir að hann væri hættur afskiptum af handbolta í kjölfar þess að hann tapaði í formannskjöri á ársþingi HSÍ í miðjum maí. Hlynur er kraftmikill maður með eindæmum; lyfti grettistaki í málefnum handboltans í Vestmannaeyjum og hleypti síðan miklu lífi í íslenska handboltann síðasta vetur með vefsíðu sinni, handbolti.is.

Handknattleiksmenn og unnendur handbolta tóku þeim tíðindum að Hlynur ætlaði að hætta afskiptum af handbolta illa og stofnaður var undirskriftalisti á netinu þar sem hann var hvattur til þess að halda áfram sínu góða starfi í þágu handboltans. Yfir 400 manns skrifuðu nafn sitt á listann og þar á meðal margir leikmenn og þjálfarar.

„Það var mjög ánægjulegt að sjá og finna fyrir þessum stuðningi sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég elska handbolta. Það hefur ekkert breyst og mun aldrei breytast og þessi stuðningur letur mann ekki. Ég hef samt enga ákvörðun tekið um framhaldið," sagði Hlynur í blíðunni í Eyjum en komu þessi sterku viðbrögð honum á óvart?

„Bæði og. Ég vissi að margir í grasrótinni voru ánægðir með mig og mín störf. Því miður náði stuðningurinn ekki til æðstu stjórnenda handboltans á Íslandi og það er að gera útslagið í þessu. Ég hef ekkert heyrt frá þeim og engin viðbrögð fengið varðandi síðuna mína. Ég hef sent HSÍ tvo tölvupósta varðandi það mál og var að vonast til að þeir myndu nýta meðbyr síðunnar og koma því máli í einhvern farveg en mér er ekki einu sinni svarað," sagði Hlynur, sem vill ekki sjá að síðan góða deyi drottni sínum eftir aðeins einn vetur.

„Mér finnst sorglegt að eftir öll mín ár í handboltanum hef ég aldrei fengið neinar viðurkenningar né peninga frá HSÍ. Mér finnst algjört lágmark að menn séu kvaddir eftir gott starf í hreyfingunni og þeim þakkað fyrir samstarfið," sagði Hlynur, sem neitar því ekki að vera svolítið bitur.

„Já, ég get ekki leynt því enda taldi ég mig hafa gert margt gott og ekki eiga svona framkomu skilið. Ég tel að menn eigi að virða skoðanir hvers annars, geta talað um þær og síðan skilið sáttir. Ákveðinn hópur manna er ekki á því máli og það bitnar á hag handboltans og það finnst mér dapurt."

Tók þetta viðtal af www.eyjar.net sem höfðu tekið þetta úr fréttablaðinu.

Margt til í þessu sem að Hlynur er að segja sérstaklega um þessa pólitík í íþróttahreyfingunni, þetta er nú ansi sterkt í fótboltanum líka.  Handboltinn er að mörgu leyti í tilvistarkreppu, kreppan gæti byrjað í dag. Markaðsstarf íþróttarinnar er í mínus þeir eru í vörn á flestum vígstöðvum handboltinn við það að deyja utan höfuðborgarsvæðisins, nema kannski á Selfossi en er í varnarbaráttu mikilli bæði í Eyjum og á Akureyri t.d., og fyrir löngu kominn tími á að menn hristi einhver viðbrögð og vinnu fram úr erminni á skrifstofu sambandsins en það er því miður ekki að gerast.

KSÍ er nú öflugra en nú finnst mér þeir alveg vera að gera í sig nú skal stofnuð nefnd um reglur og framkomu í fjölmiðlum - hvað varð um það að fara bara eftir almennri skynsemi? Eiga menn kannski bara að segja það sem þóknast þessum herrum á skrifstofu og í stjórn KSÍ - fótboltinn er tilfinningaíþrótt að mörgu leyti og menn verða oft svekktir og pirraðir og segja hluti sem að mönnum finnst kannski ekki alltaf viðeigandi en það sjá engir tveir leikinn eins ef að svo má að orði komast og það er nú fegurðin við leikinn þegar uppi er staðið og er þess valdandi að allir hafa gaman af boltanum. Menn eiga að fá að tjá sig og ganga þó nokkuð langt án þess þó að vera með ummæli sem skaða menn samkvæmt lögum landsins, en þá fara menn bara í mál. Starfshópur um ábyrga framkomu í fjölmiðlum - eru menn ekki í lagi.  KSÍ menn hafa nú sumir hverjir ekki alltaf verið til fyrirmyndar í úlpunum sínum á hinum og þessum vettvangi sumir meira að segja verið á leikjum sem fulltrúar sambandsins og verið undir áhrifum áfengis, menn mega ekki gleyma að sem, stjórnarmenn og starfsmenn KSÍ eru þeir fulltrúar hreyfingarinnar á öllum þeim leikjum sem að þeir mæta á og ber að haga sér í samræmi við það  - það hlýtur að vera miklu alvarlegra heldur en að gagnrýna einhvern fyrir að hafa ekki alltaf flautað þegar maður vildi heyra flautað.

....og hvað er þetta bull með að KSÍ er að gefa það út að Ólafur Ragnarsson hafi staðist dómaraprófin? Þeir sem fylgjast með boltanum vita, og KSÍ hlytur að fara að reglum, að ef að þú stenst ekki prófið þá færðu ekki að dæma! svo einfallt er það. Með þessu finnst mér KSÍ vera að reyna að verja eitthvað gruggugt og því líta þeir illa út í þessu máli. Jú Ólafur féll á prófinu sagði einhver og hann tekur það aftur og nær því og fær því að dæma en held samt að KSÍ ætti að setja sér vinnureglu sem segir að ef að dómari t.d. fellur þrisvar á prófinu að þá fá hann ekki að dæma í þeim flokki sem að hann var í á síðasta starfsári og verði því dreginn niður um flokk, nákvæmlega eins og leikmaður sem að stendur sig ekki í einhvern tíma dettur væntanlega úr liðinu og þarf að vinna sig inn aftur - er það ekki bara eðlilegt.  Svo finnst mér ótrúlegt hvað menn eru oft viðkvæmir fyrir gagnrýni á dómgæsluna - auðvitað gera dómarar mistök, við hin gerum það líka tala nú ekki um leikmenn. Þessi mistök eru partur af leiknum og hafa alltaf mismikil áhrif á gang hans, bara aukaspyrna sem dæmd er úti á miðjum velli um miðjan fyrri hálfleik þar sem að kannski bara dómaranum fannst eitthvað eiga sér stað breytir gangi alls leiksins, þannig er það bara! Boltinn er stöðvaður allir stilla sér upp, finna sér stöðu, og svo heldur leikurinn áfram. Innkast sem aðstoðardómari flaggar í vitlausa átt getur haft þvílík áhrif - en come on þetta er partur af leiknum .... en við ætlumst til þess innst inni að liðið í svarta dressinu sé að gera sitt besta ......auðvitað geta þeir lagst hart á móti einhverjum aðila og lagt hann í einelti en trúum við því að dómarar og aðstoðardómarar séu svo illa innrættir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Gamli,

Þetta er eins og talað frá mínu hjarta.

Ég held að forystan í báðum þessum greinum ætti að taka hausinn upp úr sandinum og fara að líta í eigin barm áður en þeir ráðast á grasrótina, sem eftir allt er jú það sem er undirstaðan að því að þessir háu herrar eru í þeim stöðum sem þeir eru.

kv.

Einar Ben, 25.6.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.