Selfyssingar sáu ekki til sólar.....

....þrátt fyrir ða heiðskírt hafi verið í Eyjum og glampandi sólskin. Yfirburðir ÍBV voru miklir í þessum leik, ég minnist þess ekki að Albert Sævarsson í marki ÍBV hafi þurft að verja nemaeitt skot frá gestunum. Það var gaman að sjá ÍBV liðið án nokkurra af lykilmönnum sínum klára þennan leik á þennan hátt. - Til hamingju peyjar sem að þessu komið - takk fyrir skemmtunina.

Svo að ég fari nú í skó Jónasar Hallgrímssonar á Húsavík þá verð ég að segja að dómarinn íþessum leik var fyrir ofan meðaltal miða ð við það sem ég hef séð þetta sumarið, en hann átti að reka selfyssing af velli þegar við fengumvíti og svo voru nokkrar tæklingar í leiknum sem voru klárlega spjalda virði en sluppu, á báða bóga, svo sá ég ekki betur en að leikmaur nr. 5 hjá Selfyssingum, hafi verið að beitasvona skítabrögðum þegar boltinn var ekkert nálægt, en það kemur mér ekkert á óvart ef að hann er varnarmaður og kemur frá gömlu Júgóslavíu!


mbl.is Fyrsta tap Selfyssinga kom í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða skíta rasismi er þetta gagnvart  serba. Voruð þið ekki að kvarta yfir fordómum gagnvart ykkar leikmönnum hér í eina tíð. Getið "peyjar  úr Eyjum" eins og það sándar nú sorglegt,  ekki glaðst yfir sanngjörnum sigri ykkar mann, nei þú þarft að níðast á okkur Selfyssingum!! Ég get allavega sagt að sigur ykkar var sanngjarn. Honum var ekki stolið, jafnvel þó að Árni Johnsen sé úr eyjum!!!!!

Elvar Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hugsa samt að þeir fari upp með ykkur.  annars eru Haukarnir skeinuhættulegir eins og Vestamanneyingar fundu á eigin skinni.

Sigurður Þórðarson, 11.7.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það mun nú sennilega seint flokkast til rasisma þegar að menn geta ekki spilað fótbolta eins og menn og slá lymskulega til leikmanna í liði andstæðings þegar að dómari sér ekki til - það er ekki rasismi enþá síður skíta rasismi.  Spurning um Fair-Play ef að þú spyrð mig. Mér bara hreinlega leiðist svona spilamennska alveg sama í hvaða liði leikmaðurinn er.

Og sem betur fer er ÍBV ekki farið að beita vinnubrögðum Árna Johnsen vona að það verði seint, nei vona að það verði aldrei.  og tek undir með þér sigurinn var sanngjarn og ég er ekki frá því að Sigurður hafi rétt fyrir sér og Selfyssingar fari upp um deild, ekki myndi mér leiðast það - allt fyrir landsbyggðina.

Gísli Foster Hjartarson, 11.7.2008 kl. 08:11

4 identicon

"en það kemur mér ekkert á óvart ef að hann er varnarmaður og kemur frá gömlu Júgóslavíu!" Þessi fullyrðing þín er rasismi, það er ekkert flóknara en það. Alveg eins og hegðun fjölnismanna í fyrra. Breytir því samt ekki að sigurinn var fyllilega verðskuldaður.

Már (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Allt í lagi strákar þá flokkið þið þetta bara sem rasisma. Truflar mig ekkert það er bara óþolandi þegar að leikmenn láta svona, slétt sama hvaðan þeir koma.

En ég verð að segja að ég hlakka til að fylgjast með því hvernig mótið þróast á næstu vikum þar sem að pakkinn er orðinn aðeins þéttari. ...og Selfoss heldur áfram að bæta við sig leikmönnum.

Gísli Foster Hjartarson, 11.7.2008 kl. 13:50

7 identicon

Rasismi og ekki rasismi.. það er ekki málið hér og líka í ljósi þess sem Gísli segir "gömlu júgóslavíu" en það er akkúrat málið þá sér í lagi í handboltanum sem þeir spiluðu í den. Meira svona samlíking og kannski meint á þann hátt. Alls ekki rasismi eins og ég les það. En burt séð frá ölllu slíku tali þá er ég alveg hrikalega sáttur við gengi Eyjamanna og vonandi halda þeir því áfram.

Einnig væri gaman að sjá Selfoss fylgja þeim upp........... ÁFRAM IBV

Halldór Gunnarss (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband