12.7.2008 | 21:13
Já einmitt..heyr heyr
Held að ég verði að vera sammála Assad að þessu sinni held að þetta sé málið - til að svala valdafíkn sinni þarf herra Bush alltaf að vera í stríði og það færir honum fullnægingu ef að svo má að orði komast - held að karlinn sé einfaldlega ekki alveg nógu vel gefinn til að hafa þennan titil sem hann hefur borið í öll þessi ár. Finnst einmitt alltaf eins og hann þurfi alltaf að vera troða einhverjum um tr í staðinn fyrir að bjóðast til að standa við hliðina á honum og leysa málin og við allan þennan atroðning sem hann hefur sýnt að sér hefur Bandarísku þjóðinni hrakað og ég trúi ekki öðru en að flokki hans verði refsað í komandi kosningum. - Málin verða ekki leyst með stríði -
núna eru menn alveg að missa sig yfir tilraunum Írana með einhverjar sprengju-eldflaugar, meira að segja Björn Bjarnason sá ágæti maður kemur inn á þetta í bloggi sínu og telur Írönum þetta allt til foráttu og telur skelfilegt að Íranir geti skotið alla leiðina til Ísrael - en ég spyr hefur Björn rennt í gegnum vopnabúr Ísraelsmanna? Þeir eru nú ekki barnanna bestir - Björn einbeittu þér að því að hafa málin í lagi heima fyrir það er þér ærið verkefni sýnist mér, með fullri virðingu fyrir þínum skoðunum á öðrum og þínu ágæta embætti - held reyndar að stundum eigum við meira sameiginlegten nokkurn grunar, ef ég má orða það svo.
![]() |
„Bush stendur í vegi friðar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.