14.7.2008 | 18:39
Er Klanið að vakna?
Manni dettur í hug hvort hin öldnu en alræmdu samtök Ku Klux Klan séu byrjuð að skipta sér af baráttunni um stólinn í hvíta húsinu? Ætli áhrif þessa hóps séu enn sterk í innstu hringjum í USA? Ég bara spyr! Hef þá trú að við eigum eftir að sjá mun meira af svona teikningum á næstunni og að gerð verði hörð atlaga að kynþætti Obama - Ósmekklegt finnst ykkur ekki? en það breytir því ekki að ég tel að þetta eigi eftir að gerast.
Kannski að Obama verði að fá sér hvíta konu sem varaforsetaefni til þess að kveikja ærlega á öllum kyndlum og sjá til þess að það verði ös við kjörkassanna fyrir vestan sem aldrei fyrr. - hver veit.
Veit ekki hvað öðrum finnst en ég vona að Obama landi sigri í þessum kosningum, er hræddur um að McCain hrökkvi upp af í fagnaðarlátunum ef að hann vinnur!
Skopteikning veldur uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég segi það með þér að ég vona að Obama vinni. Þetta land má ekki við fleiri árum undir stjórn republican liðsins.
Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 18:49
Bendir eitthvað til þess að þarna sé klanið á ferð? Eða brjálaðir hægri-öfgamenn?
Svona lið eins og þú.. úff.
Myndiru ásaka einhvern um fordóma útaf kynþætti ef þetta væru t.d Clinton hjónin?
Neee er það?
Yah (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 19:03
æi ekki fara að væla. Þetta er smá djókur bara,djöfuls væl alltaf þegar er gert grín af eitthverjum öðrum enn feitum sköllótum miðaldra karllmönnum! Hvers eiga þeir að gjalda???
ómar (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 19:32
Ja hérna varpaði nú bara fram þessari spurningu til að fá viðbrögð. Púff já við feita fólkið erum löngu hætt að æsa okkur upp yfir því þegar gert er grín að okkur enda orðin flestu vön.
Málið er bara að fullt af fólki lítur á þetta sem slæmt skot á Obama og co. og er snöggt að lokka þetta sem ákveðin áróður, hvernig var ekki með myndina eftir samseitung minn Sigmúnd þar sem að Hillary var í pottinum hjá Obama það kveikti nú á einhverjum en held að lestir hérna hema hafi séð húmor í þessu og þannig sjáum við eflaust flest myndina af þeim Obamahjónum en þeir sem nær þessu eru eru viðkvæmari fyrir svona nokkru, og þá gleymist oft að sjá spaugilegu hliðarnar á málinu,við höfum svo sem séð alls kyns svona dæmi í t.d.íslenskri pólitík þar sem allt í einu allt sem að maður segir og jafnvel gerir er misskilið.
Gísli Foster Hjartarson, 14.7.2008 kl. 20:18
Taktu ekki mark á bullinu í ómar! Hans athugasemd er orðrétt á mínu bloggi líka!
Himmalingur, 14.7.2008 kl. 21:13
Ég er mest hræddur um að hann (Obama) yrði skotinn ef hann næði kjöri sem forseti! Þetta er svo sjúkt þjóðfélag þarna úti! Skil pælinguna hjá þér!
Himmalingur, 14.7.2008 kl. 21:17
Þeir gera grín að okkur blondínunum - og enginn segin neitt - nema bara hlæja.
Kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 15.7.2008 kl. 10:16
Góður pistill hjá þér, og vekur mann til umhugsunar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.7.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.