15.7.2008 | 08:10
Bull og vitleysa hjá West Ham
Hvað er Curbs að pæla! Maður læturekki leikmann eins og Bobby Zamora fara, held að honum væri nær að nota hann meira. Ég veit að Bobby hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan að hann fór frá Brighton til West Ham á sínum tíma en hann hefur átt góða spretti hjá West Ham og er alltaf líklegur til að skora og það lítur út fyrir að það verði Roy Hodgson og félagar sem fá að njóta þess að hafa hann í liðinu sínu í vetur - en svo er þetta spurning hvort að Bobby vilji yfirgefa gamla uppeldisliðið sitt West Ham, en þaðan fór hann til Bristol City þaðan sem hann fót til Brighton þar sem ferill hans komst virkilega á flug og hann átti frábær tímabil - hjá West Ham skoraði hann nú meira að segja markið sem skaut West Ham aftur upp í úrvalsdeild.
Hér á neðan má sjá 10 bestu mörk hans Brighton an mati einhvers sérfræðings.
og hér er svo markið sem hann gerði og kom West Ham aftur upp í úrvalsdeildina
Zamora á leið til Fulham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem West Ham maður, þá hef ég fylgst nokkuð vel með Bobby Zamora. Hann átti vissulega stóran þátt í að West Ham komst upp í úrvalsdeildina fyrir 3 árum og skoraði nokkur mikilvæg mörk til að halda okkur uppi fyrir rúmu ári.
En þessi tímabil þar sem hann skorar reglulega eru bara allt of stopul og ef það er rétt sem ég hef heyrt að Fulham hafi boðið yfir 6 milljónir punda, þá er ekkert annað að gera en taka því. Það er ekki hægt að lifa endalaust á fornri frægð. Vonandi verður þetta gott tækifæri til að bæta liðið.
Kristján Magnús Arason, 15.7.2008 kl. 11:07
Ef verðið er rétt á er ég hissa - mjög gott verð ég að segja.
Missir Hamranna er hagur Fulham - og ég er alveg sammála þér það hefur verið of langt á milli góðu kaflanna hjá honum í West Ham - nú vona ég bara að Dean Ashton verði heill í vetur tel það lykilatriði til að West Ham nái að dafna.
Gísli Foster Hjartarson, 15.7.2008 kl. 12:09
Nú er það staðfest að upphæðin er 6,3 milljónir punda (samkvæmt heimasíðu West Ham, þó mbl.is segi 6,2). Þar sem Pantsil kostaði aðeins 500 þúsund pund og hefur lítið sem ekkert spilað, þá myndi þetta vera nálægt 6 milljónum fyrir Zamora. Svo getur bæst við ein milljón eftir ákveðinn leikjafjölda.
Þá er bara að drífa í að fjárfesta þessa peninga í betri leikmanni til að styrkja liðið. Eiður Smári myndi passa fínt inn í þá mynd, held ég.
Kristján Magnús Arason, 15.7.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.