Auðvitað eiga menn...

...að fá greitt fyrir það sem þeir svo sannanlega eiga, annað þætti mér ruddaskapur og sé ég þetta því sem hið besta mál svo ekki sé meira sagt, trúi því ekki að menn séu með mikil andmæli við þessu. Lög sem sem njóta hylli þegar þau eru komin á gamalsaldur eru einmitt einhvers virði og því finnst mér þetta bara hárrétt og ekki seinna vænna að breyta þessu.
mbl.is ESB stefnir að því að framlengja höfundarrétt tónlistarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ég semsagt að fá greitt fyrir jarðvegsvinnu sem ég vinn í dag langt fram á gamalsaldur? Fáránlegt.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki sambærilegt -  Tónlistarmaðurinn fær ekki greitt 1,2 og 3 en fær borgað þegar að menn notast við verk hans - hvort sem það er til að gleðja eða kvelja aðra.

Ég geri ráð fyrir að þú fáir borgað um leið fyrir þína vinnu er það ekki, eða í lok viku eða mánaðar

Gísli Foster Hjartarson, 17.7.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Sennilega væri réttara að stytta höfunarréttinn því hann er kominn út í öfgar og allavega gangvart notkun á ljósvakamiðlum, en eins og menn vita þá heimtar STEF gjald ef heyrist í útvarpi í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum svo sem leigubílum, þetta veldur hækkuðu verði á þjónustunni og útverpstöðvarnar eru þegar búnar að greiða þessi gjöld.

Kannki væri réttara að líta svo á að spilun í útvarpi sé ókeypis auglýsing fyrir viðkomandi tónlistarmann, sem muni ef fólki líkar vel auka aðsókn að tónleikum og hugsanlega líka á diskum.

Einar Þór Strand, 17.7.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.