Eitt af snilldarverkum kvikmyndasögunnar

ásamt reyndar Monthy Phythons Search for the Holy Grail - snilld báðar þó svo að ég verði að segja að Leitin höfðar meira til mín og hún er í mínum huga ein besta mynd allra tíma svo ekki sé meira sagt - tær snilld og humyndaflugið magnað - skylduáhorf fyrir hvern sem er sem gaman hefur af góðri afþreyingu.

Ég legg til við fólk í Aberystwyth að það færi lögheimili sitt þangað til búið er að leiðrétta þennan misskilning - legg einnig til að Elliði og bæjarstjórninn plati þá Monthy Phython félaga til Eyja og að við gerum þá að heiðursfélögum í leikfélaginu okkar og setjum upp Leitina næsta vetur sem aðalstykkið í sýningarskrá vetrarins, ef fólki líkarþað ekki þá legg ég til að bæjarstjórnin gefi eintak af myndinni inn á hvert heimili - það væri sennilega það besta sem bæjarstjórnin gæti gert og myndi flokkast undir eina bestu gjörð hennar frá stofnun bæjarfélagsins!!!!


mbl.is Bannað að sýna Life of Brian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er sammála þér að þessar myndir settu mikilvægt mark á kvikmyndasöguna og eru með því besta sem sést hefur.

Reyndar finnst mér að The Life of Brian það góð að þegar ég kenndi eitt sinn bandarískum ungmennum trúarbragðaheimspeki lét ég þau horfa á þessa mynd, og upp spruttu ansi líflegar og skemmtilegar umræður. 

Hrannar Baldursson, 20.7.2008 kl. 11:18

2 identicon

Geturðu að minnsta kosti sýnt mönnunum þá virðingu að skrifa nafnið rétt?

Hópurinn heitir Monty Python (ekki Monthy Phython) og myndin heitir Monty Python and the Holy Grail (ekkert search).

Gunnhildur (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvaða smámunasemi er þetta Gunnhildur?

Reyndar kemur upp villa í mörgum gagnagrunnum ef maður notar orðið "Python" sem er svolítið spes, þannig að yfirleitt er þessi kvikmynd vitlaust skráð í gagnagrunnum. Ég skil ekki af hverju þetta gerist, en ég hef skráð þessa mynd bæði í SQL, MySQL og Access gagnagrunn og alltaf fæ ég villu vegna orðsins "Python". Spurning hvort að gagnagrunnar almennt ættu ekki að bera meiri virðingu fyrir háðulegasta grínflokki allra tíma?

Sama mynd hefur annars verið þekkt undir fleiri nöfnum og engin vanvirðing í því.

Monty Pythons galna världFinland (Swedish title) / Sweden
Caballeros de la mesa cuadrada y sus locos seguidores, LosSpain
Caballeros de la mesa cuadrada, LosSpain (short title)
Gyalog galoppHungary
Mønti Pythøn ik den Høli GräilenInternational (subtitle) (English title)
Monty PythonItaly
Monty Python a svatý grálCzech Republic
Monty Python e o Cálice SagradoPortugal
Monty Python em Busca do Cálice SagradoBrazil
Monty Python i swiety graalPoland
Monty Python og de skøre riddereDenmark
Monty Python og ridderne av det runde bordNorway
Monty Python sacré graal!France
Monty Python, sacré graalFrance
Monty Pythonin hullu maailmaFinland
Ritter der Kokosnuß, DieWest Germany

Hrannar Baldursson, 20.7.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Biðst innilegarar afsökunnar Gunnhildur var bara ekki betur vaknaður en þetta í morgun þegar ég sló þetta inn, þ.e.a.s með nafnið en pirra mig ekkert á því að nafnið a´myndinni er ekki alveg eins og best verður á kosið

Takk fyrir þetta innlegg Hrannar - gaman af pistlum þínum les þa´oft þó svo að ég sé ekki mikið fyrir að setja skiaboð á þig - margar skemmtilegar útgáfur þarna á nafni myndarinnar og stundum er skemmtilegra að þýða nafn myndar til að "aðlaga" það aðstæðum.

Gísli Foster Hjartarson, 20.7.2008 kl. 16:52

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sérstaklega er spænska þýðingin góð: "Riddarar ferhyrnta borðsins"

Hrannar Baldursson, 20.7.2008 kl. 18:16

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Gísli, ég fór að sjá Spamalot í London í vor og verð að segja að þetta var ein af betri leikhúsferðum mínum. Ég styð það að fá Eric Idle til þess að setja stykkið upp heima, mæti sko pottþétt á þá sýningu. Annars ætti megnið af þeirra efni að vera skylduáhorf í skammdeginu, enda hafa t.d. spaugstofumenn stundum sótt efni sitt til snillinganna.

Aðalsteinn Baldursson, 21.7.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband