Miriam Rose og Ísland

Alveg finnst mér frábært að Miriam Rose hafi þetta áhugamál að berjast fyrir bættum heimi og verndum umhverfisins - ég er þannig sinni líka, þó ég missi mig ekki í baráttunni, og innstinni held ég að við séum íraunflest þannig svei mér þá. Síðan kemur að því hvað á maður að ganga langt, hverju á maður að fórna, hverju getur maður fórnað, hvað borgar sig og hvað ekki.Ég tjá stundum ug minni um hluti með því að blogga og hef gaman af, kannski fær það stundum fólk til að staldra við hugsa, hlægja, hneykslast, lofa að lesa aldrei neitt eftir mig, segja vinum og kunningjum að það sé greinilegt að þesi Gísli þarna Fosterinn hafi greinilega ekkert nytsamlegt við tímann að gera og eyði honum því í að tjá sig með þessu eða hinu og svo framvegis.......

Málið er að gera það sem að mann langar án þess þó að brjóta lög og reglur þar skilur á milli margra í hinum ýmsu málum, sumir ganga alltaf skrefi lengra og nú vil ég meina að Miriam hafi fengið gula sjaldið í fyrra og ætti því að hafa hljótt um sig um sinn en það virðist vera að hún sé eins og Vinnie Jones var í boltanum á sínum tíma, alltaf á útopnu og oftar en ekki vísað í bað. Kannski að þetta endi með því að Miriam verði ekki vísað í bað heldur úr landi og þar með er styrkur hennar glataður málstaðnum á Íslandi og hún verður minningin ein í nokkurn tíma og gufar síðan upp í umræðunni ......... þar til einhver fer að grúska í gömlum dagblöðum eða á netinu og rekst á nafn hennar fyrir tilviljun!!!

Ég óska henni góðs í baráttu sinni en bið hana að fara varlega og gæta skynsemi og sína þannig fram á styrk sinn og verð virt sem ötull en ábyrgur talsmaður fyrir málstað sínum - þannig mun henni held ég farnast best. Öfgar og hávaði eru skammtíma lausn og jafnvel ekki lausn heldur besta leiðin til að fá fólk upp á móti sér.


mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hávaði er reyndar alltaf stór hluti af allri baráttu. Hann er ekki lausn í sjálfu sér en hann vekur athygli og eftir því sem fleiri verða meðvitaðir um vandann, því meiri þrýstingur verður á stórnvöld að taka á honum.

Hvað lög og reglur varðar þá hafa lög tvíþætt gildi: annarsvegar er þeim ætlað að vernda almenning, hinsvegar eru sum lög til þess fallin að tryggja vald og hagsmuni fámennra hópa. Lög sem eru sett fólki til verndar eru t.d. umferðarlög. Ég er því sammmála að slík lög beri almennt að virða. En þegar eiginhagsmunir einstaklinga og fyrirtækja ganga þvert gegn öllu réttlæti, getur reynst nauðsynlegt að ögra hinum þrönga ramma laganna. Ef þýðir ekkert að vekja athygli á menguninni frá járnblendiverksmiðjunni eða tengslum Century við mannréttindabrot og umhverfismengun, með fullkomlega löglegum leiðum, þá er næsta skref að gera eitthvað sem fær almenning til að hugsa; hvað er eiginlega í gangi. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.