We will be back........

Eyjar: 17% fækkun íbúa á 15 árum

Eyjar: 17% fækkun íbúa á 15 árum
Frá Vestmannaeyjum

Íbúum í Vestmannaeyjum fækkaði um rúm 17% á 15 árum (milli áranna 1991 og 2006). Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um byggðarlög sem búa við viðvarandi fólksfækkun. Íbúar í Vestmannaeyjabæ voru 4.040 í desember 2007 en þeim hefur fækkað um tæplega 900 frá 1991.

Eru yngstu aldurshóparnir mun fámennari enda hefur barneignum fækkað mikið. Í skýrslu Byggðastofnunar segir að Vestmannaeyjar séu fjölmennasta byggðarlagið á landinu sem glími við viðvarandi fólksfækkun.

 

Hagræðing í sjávarútvegi, einhæft atvinnulíf og takmarkaðar samgöngur hafa haft neikvæð áhrif á bæjarfélagið. Styrkleikarnir eru þó margir og má þar nefna öflugan sjávarútveg, samheldni íbúa og ríkt menningarlíf. Þá eru mörg tækifæri framundan til atvinnusköpunar. Ísfélagið og Vinnslustöðin, sem eru stærstu fyrirtækin í bæjarfélaginu, eru bæði að byggja frystigeymslur og landvinnslur, bærinn er að byggja knattspyrnuhús og útivistarsvæði og nýbúið er að klára leikskóla og endurbyggja barnaskólann.

Hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar felst í því að færa hluta starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar til bæjarins og fjölga flugferðum. Ný Bakkafjöruhöfn, sem á að vera tilbúin árið 2010, mun hafa mikla samgöngubót í för með sér og auka frelsi íbúa, að mati skýrsluhöfunda, auk þess sem hún mun auðvelda ferðamönnum aðkomu að eynni.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu síðustu ár, hvað varðar afþreyingu, veitingastaði og gistingu. Í skýrslunni kemur fram að vilji stjórnvalda til að bregðast við þeim vanda sem bæjarfélagið glími við sé mikill.

Já það hefur mikið gengið á í Eyjum síðustu ár, og þessi grein segir margt en það vantar að við vorum komin neðar í fólksfjölda en okkur hefur fjölgað aðeins síðustu misseri. Ég hef sagt oft áður  að það eru 2-3 ár síðan botninum var náð, hvort ég reynist sannspár verður framtíðin að leiða í ljós, en ég trúi því. Hér drýpur kannski ekki smjör af hverju stráí en ég fullyrði að ástandið er langt frá því að vera eins slæmt og víða annarsstaðar - því hvergi er betra að vera ef að þið spyrjið mig. Við eigum loksins einhverja peninga til að framkvæma eitthvað og koma okkur inn í nútímann en við vorum orðin svo aftarlega að við vorum dottinn af merinni en það er c.a. 5 ár síðan það var. en þá litu menn í kringum sig og hafa síðan þá verið að reyna að hlaupa helv... merina uppi og það hefur nú tekist og svei mér þá ef að ég sé ekki glitta í hnakkinn hérna fyrir framan okkur - það sem við þurfum nú að athuga er að fara ekki fram úr sjálfum okkur. Ef Bakkafjara reynist fær þá eru okkkur flestir vegir færir segi ég. - Lifi Eyjar....og ef vel gengur Lifi Frjálsar Eyjar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband