23.7.2008 | 18:23
Ding Dong er engin heima?
Þetta er náttúrulega bara fádæma heimska svona keyrsla, það er spurning hjá þessum hvort hafi lent á grillinu steikin eða kollurinn á bílstjóranum.
Afhverju sést ekki bílnúmerið - það væri nú gaman við þetta tækifæri og væna sekt fyrir gáleysisakstur og að stefna lífi og limum í umferðinni í óþarfa hættu.
Það er þegar svona aðferðir eru í gangi sem oft á tíðum hörmulegustu slysin verða.
Hættulegur framúrakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að mínu mati er helsta vandamálið skortur á umferðargæslu. Ég keyri 20 mín á dag, en sé að meðaltali a.m.k einn ökumann sem ætti að gelda, hvað þá svipta ökuskírteini (best að tryggja að slíkum ökuföntum fjölgi ekki). Ef það væri bara EINN lögreglubíll í umferðinni sem sinnti ekki öðru en að aka allan sólarhringinn í leit að ökuföntum, þá myndi ég reikna með að 72 ökumenn yrðu teknir á dag úr umferð. Því miður þá sinnir löggan ekki slíkri gæslu.
Tomas (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 22:37
Athyglisverður punktur - maður verður ekki eins mikið var við þessa verkefna vinnu lögreglunnar hérna í Eyjum en auðvitað er hert löggæsla eitthvað sem á að minnka hættuna á svona glæfraakstri, og eins og þú segir víst er nóg af þessum ökuníðingum.
Gísli Foster Hjartarson, 23.7.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.