26.7.2008 | 19:41
Er gott að búa í Kópavogi?
Sérstakt mál að mörgu leyti.
Er þetta eina leiðin til að fjölgakonum í yfirstjórn Kópavogs? Virðst vera samkvæmt þessu. Ráðningarnar löglegar eða ekki finnst mér aukaatriði stofnun eins og Kópavogsbær, og aðrir bæir, eiga að auglýsa þegar svona stöður losna ekki fara í einhverjar geðþótta akvarðanir.
Get ekki sagt að Gunnar Birgisson hafi mkla trú á kvenfólki ef að hann sér þetta eina möguleikann á að fjölga kvenfólki í yfirstjórn bæjarins.- Ég hélt að menn eins og Gunnar gerðu sér grein fyrir því að það er fullt af hæfum konum þarna úti.
Eins og fólk geti ekki unnið sig upp innan bæjarfélags ef að stöðurnar eru auglýstar? Það hlýtur að eiga að ráða hæfustu einstaklingana til starfa eftir að staðan hefur veirð auglýst. Ef að þær eru svona einstaklega vel til þess fallar að vera ráðnar þá þurfa menn varla að hræðast það að auglýsa stöðuna.......nema ef........ Menn mega heldur ekki gleyma að þegar svona stöður eru auglýstar þá sjá menn jafnvel á umsóknum annarra aðila einstaklinga sem hægt er jafnvel að ráða til starfa í aðrar stöður eða verkefni á vegum bæjarins.
Ég segi nú ekki meir en stundum er greinilega gott að búa ekki í Kópavogi!
Verið að fjölga konum í yfirstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.