27.7.2008 | 08:54
Eru trúarbrögð böl?
Alveg er þetta með ólíkindum þetta lið sem tengir sig við trúarbrögð, virðist vera sama hvar er í heiminum. Reyndar hafa menn ekki en hafið það að sprengja sig og aðra í loft upp að neinu ráði á vesturlöndum, en sú stund hlýtur að vera að nálgast og setja upp að fólki. En það er ótrúlegt hvað mikið af öfgamönnum í heiminum tengjast trúarbrögðum, öfgar í allar áttir gegn þessu með hinu og svo framvegis og allt hefur þetta fólk rétt fyrir sér en allir aðrir rangt - alveg með ólíkindum - sjáið trúarhópa í miðausturlöndum - sjáið trúarhópa í USA - þetta lið fer allt ahmförum í að verja málstað sinn. Það er langt síðan ég las Biblíuna en ég las megnið af Kóraninum um daginn mér tókst bara engan veginn að leggja þennan öfga skilning í blessaða bókina sem menn virðast endalaust geta gert þegar þeim hentar.
Það er ekkert að því að trúa, en haltu því fyrir þig við hin höfum kannski ekki sömu ástríðu fyrir þessum hlutum og náum ekki að stilla okkur inn á þetta öfga brjálæði sem þessu fylgir. - Þekki margt ágætt fólk sem er trúað og mér líkar mun betur við það þegar að það heldur trúnni bara fyrir sig en er ekki að naga í handarbökin á mér við það að reyna að koma mér á sama stað og það er.
Tugir létust á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Múslímar og gyðingar, þetta er í raun sama trúin. Íslenska kristnin er undir sterkum heiðnum áhrifum og þess vegna er hún svona umburðalynd.
Hvað með það, ég trúi að ef Haukar vinnna ekki Fjarðarbyggð í dag séu þeir úr leik um baráttuna um að fylgja Eyjamönnum upp um deild.
Sigurður Þórðarson, 27.7.2008 kl. 09:37
Er ekki bara málið með Íslendinga að þeir eru of uppteknir við það að meika það til þess að láta öfgatrúarbrögðin ná tökum á sér.
Já Haukar verða að sigra vilji þeir láta taka sig alvarlega. - Við erum nú ekki komnir upp en sigur á Stjörnumönnum á þriðjudag kemur mönnum óneitanlega í góða stöðu.
Gísli Foster Hjartarson, 27.7.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.